Valmynd Leit

Innanlandsneysla

Fiskneysla hefur vafalítið minnkað á Íslandi á síðustu árum og eru flestir sammála um að þetta sé óæskileg þróun. Að hluta til er þetta vegna þess að almenningi hefur fundist fiskur dýr afurð því verð hér á landi fylgir verði erlendis sem hefur verið mjög hátt. Mikilvægt er að stemma við þessari þróun því fiskur er holl og góð innlend afurð. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir til að vinna gegn þessari þróun.

1. Meiri fiskneysla

Samstarfsaðilar: Matvælaframleiðendur, Matvælasetur HA og Matís 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur 
Mannafli langtíma: skammtímaverkefni 
Tími: 1/2 ár 
Kostnaður: Aðstaða. Kostnaður vegna samskipta við framleiðendur, söluaðila og skóla. Samstarf með markaðsherferð og Auglýsingakostnaður ?

Stutt lýsing: Leggja áherslu á að Íslendingar borði meiri fisk/sjávarafurðir. markaðssetja betur og gera fiska aftur jafn mikilvægan í fæðu landsmanna og áður var. Leggja mikla áherslu á að borða íslenskt, hvetja fyrirtæki til að þróa fiskirétti og hafa mikið framboð og auglýsa það í magni. Ríkið jafnvel bjóði styrki á móti visst miklum kostnaði við að koma sjávarafurðum á framfæri.

2. Rannsóknir á neysluvenjum fólks með tilliti til fiskneyslu

Samstarfsaðilar: HA, RHA, Matís 
Mannafli: 1/2 ársstarf 
Tími: Strax 
Kostnaður: Launakostnaður 

Stutt lýsing: Efla rannsóknir á neytendum, athuga neyslumynstur. Hvað veldur því að almenningur velur kjúkling yfir fisk, kjötbúðing yfir fisk eða pylsur. Finna út hvernig má auka fiskneyslu(sjávarafurðir). Er þetta að breytast í kreppunni, er þetta tækifærið til að fá fólk til að borða hollari mat. Þróa út frá verkefni sem er nálægt lokum.

3. Íslensk sjávarréttapizza

Samstarfsaðilar: Pizzastaðir, Matvælasetur HA 
Mannafli: til staðar (koma hugmynd á framfæri) 
Tími: mjög stuttur 
Kostnaður: lítill 

Stutt lýsing: Sjávarréttapizzur eru víða í boði, en eru með innfluttum túnfiski og múslingum. Gerum þær Íslenskar, nota feitan Íslenskan fisk:Lúðu, skötusel og lax. Íslenskar afurðir: innlenda bláskel (krækling) eða kúffisk. Markmið auka vægi innlendrar framleiðslu (spara gjaldeyri) og auka vitund á mikilvægi íslensks sjávarútvegs.

4. Fisksnakk/morgunkorn

Samstarfsaðilar: Lax-á, Impra, Matís, HA 
Mannafli til rannsókna: 1 nemendaverkefni 
Tími: 6-12 mánuðir 
Kostnaður: Aðstaða

Stutt lýsing: Vinna að leiðum til þess að bragðbæta fiskafóður þannig að hægt verði að framleiða það til manneldis t.d. sem morgunkorn, snakk. Þetta verkefni væri einnig hægt að vinna að í námskeiðum sem að áhugasamir nemendur sækja t.d. í líffræði, örverufræði, matvælafræði o.fl. Takist vel upp má minnka innflutning á erlendu morgunkorni/snakki ásamt því að fá góðan og næringarríkan morgunverð.

5. Aukið aðgengi að ferskum fiski

Samstarfsaðilar: Fiskvinnslur á hverju svæði 
Mannafli: Til staðar
Tími: Strax 
Kostnaður: Nánast enginn

Stutt lýsing: Opna/auðveld leiðir til að nálgast ferskann fisk. Opna heimasíðu (svæðisbundið) þar sem fólk getur pantað ferskan fisk í tilteknum umbúðastærðum: 2kg, 5kg og 10kg o.s.frv. Afhending gæti verið daglega eða 2-3x í viku á fyrirfram ákveðnum stað í hverjum bæ (t.d. frá 16-18 á afhendingardögum). Bjóða upp á fjölbreyttar tegundir eða bara fáar afurðir til að einfalda málið og halda kostnaði niðri. Markmið að auka fiskneyslu og spara þannig gjaldeyri. Annmarkar eru klárlega samkeppnissjónarmið; matvöruverslanir myndu tapa sölu á einhverju magni af fiski. Verkefninu er frekar ætlað að ná til markhóps sem ekki neytir fisks og telur hann vera of dýran (miða við að hann fékkst oft frítt á árum áður). Ef hægt væri að keyra verð á ferskri ýsu úr 1100-1200 kr/kg niður í 600-700kr/kg ætti að vera hægt að auka sölu til muna. Færri milliliðir, lægri launakostnaður við dreifingu og stærri pakkningar ættu að lækka verð. Lykilatriðið er ferskur fiskur á hvers manns disk! (a.m.k 4x í viku). Tímabundið verkefni í núverandi ástandi; koma í veg fyrir að fjölskyldur með lítil fjárráð fari á mis við holla og góða afurð (sérstaklega börnin). Langtímamarkmið er klárlega aukin fiskneysla.

6. Einfaldur og hollur matur: samverustaður

Samstarfsaðilar: Bæjarfélög, bændur, fiskvinnslur, nýsköpunarmiðstöðvar
Mannafli: 1-2 störf (frumkvöðlastarf eða tengt atvinnuleysibótum) 
Tími: Finna húsnæði sem uppfyllir kröfur (ódýr og frekar hrá aðstaða) 
Kostnaður: Í lagmarki, en staðurinn þarf þó að vera rekstrarhæfur.

Stutt lýsing: Vantar einfaldan, ódýran veitingastað eins og eldhúsið hennar mömmu sem býður upp á þjóðlega máltíðir. Aðstaða verði frekar hrá, enginn íburður, fábreyttur matseðill 1-3 réttir daglega. Matseðill gæti verið eftirfarandi: Soðinn fiskur, saltfiskur, kjötsúpa og eða fiskisúpa. Engin steiktur matur. Samstarf við bændur á svæðinu og jafnframt væri hægt að opna fyrir samstarf við verkefnið: Aukið aðgengi að ferskum fiski. Opnunartími væri í lágmarki í kringum hádegi: 11:30-13:30. Áhersla á einfaldleika, gæði og hollustu. Ekkert fansípanski dæmi heldur ódýr heimalagaður matur. Markmið að auka fiskneyslu og mynda samverustað fyrir þá sem eru atvinnulausir. Húsnæðið gæti nýst sem samverustaður frá snemma á morgnana til hádegismatar, möguleiki á kaffistofu frá 13:30-17:00. Þarna gæti fólk viðrað skoðanir sýnar og velt fyrir sér framtíðinn; ráðgjafar gætu komið á svæðið: gæti orðið vettvangur fyrir heilmikið "brain storming". Blanda af sægreifanum og félagsmiðstöð.

7. Endurvekja tilraunaeldhús Brims á Akureyri

Samstarfsaðilar: Brim hf 
Mannafli: Hlutastarf 
Tími: Hægt að byrja strax (líta á aðbúnað) 
Kostnaður: Lítill

Stutt lýsing: Opna tilraunaeldhús sem þegar er til staðar hjá Brim á Akureyri. Eldhúsið var notað til nýsköpunar og tilrauna með afurðir vegna markaðssetningar. Markmið er að þróa nýjar afurðir úr fiski á innlendan og erlenda markaði. Spara gjaldeyri með því að auka flóru innlendra fiskafurða (minna af innfluttri vöru) og jafnframt getur opnast möguleiki á útflutningi. Hollir og góðir réttir. Betri nýting aukaafurða?

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu