Valmynd Leit

Menntamál tengd hafinu

Menntun tengd hafinu hefur átt í vök að verjast á síðust árum og áratugum og á þetta við um öll skólastig. Lítið er fjallað um hafið og sjávarútveg í grunnskólum (þó eru þar enn góðir hlutir að gerast, t.d. sjóferðir á Dröfninni kringum landið og sjóferðir á Húna II í Eyjafirði). Umfjöllun er heldur ekki mikil í framhaldsskólum og námslínur sem tengjast hafinu beint hafa verið að leggja upp laupana. Háskólanám beint tengt hafinu er eingöngu í sjávar- og fiskilíffræði við Háskóla Íslands, fiskeldi við Hóla og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Fáir nemendur eru á öllum þessum námslínum þrátt fyrir það að mikil þörf sé fyrir fólk með þekkingu á þessari mikilvægustu atvinnugrein Íslands. Það þarf því einfaldlega að beina sjónum menntakerfisins betur að hafinu. Gjaldeyri má einnig fá inn í landið með því að fjölga erlendum nemendum sem hingað koma til að fræðast um hafið og sjávarútveg. Ef það er eitthvað sem við Íslendingar eigum að geta kennt umheiminum þá er það um hafið. Sjávarútvegsskóli Sameinuðu Þjóðanna er staðsettur hér og er það til vitnis um það. Ísland hefur ekki bara upp á mikla þekkingu að bjóð tengt sjávarútveg heldur er hér auðveldur aðgangur að hafinu til rannsókna og mennta.

1.  Alþjóðlegt sumarnámskeið um lífríki sjávar við Ísland á Akureyri

Samstarfsaðilar: Háskólinn á Akureyri, aðrir háskólar útgerðir, erlendir háskólar
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  Undirbúningur ½ ársverk
Mannafli langtíma:  Fer algjörlega eftir stærðargráðu, gætu verið 3 ársverk auk afleiddra starfa við þjónustu (gisting, rannsóknarsetur ofl.)
Tími: Tilbúið í mars 2009 fyrir sumarvertíðina
Kostnaður annar en vinnulaun: vinnulaun, hægt að sækja í styrki svo sem Erasmus og Nordnatur.

Stutt lýsing
: Við Norðurland er margt áhugavert sem tengist hafinu þar er góð kennsluaðstaða við HA, hvalasafn, hvalaskoðun og hvalarannsóknamiðstöð á Húsavík, eldis- og rannsóknaaðstaða á Hólum, síldarminjasafnið á Siglufirði og mörg tækifæri til sjóstangaveiða í Eyjafirði. Haldið var sumarnámskeið við HA sumarið 2007 í umsjón Hreiðar Þór Valtýssonar, þar sem þetta var nýtt. Hægt er að þróa þetta nánar og festa í sessi. Erlendir nemendur koma með erlendan gjaldeyri inn í landið, íslenskir nemendur kynnast erlendum nemendum.

2.  Hugmyndabanki hafsins

Samstarfsaðilar:  Sjávarútvegsbraut HA, atvinnuþróunarfélög, Impra
Mannafli: 1 ársverk við umsjón
Tími: Hægt að byrja strax eftir áramót
Kostnaður annar en vinnulaun: lágur

Stutt lýsing: Vefsíða og gerjunartankur fyrir hugmyndir tengdar menntun og rannsóknum tengdum hafinu. Hugmyndin er að útbúa einhverskonar hugmynda gagnabanka. Þar væru geymdar hugmyndir sem að einstaklingar hefðu komið með til einstakra nýsköpunarsjóða, en þær ekki fengið hljómgrunn fyrir. Það getur verið vegna að ákveðnir sjóðir lána ekki í allar gerðir af verkefnum. Þetta myndi auðvelda þeim sem að vildi byrja á einhverju nýju myndi ávallt fá þann stuðning sem að nauðsynlegur væri, þar sem að allir sjóðir myndu sjá hugmyndina og gætu styrkt hana ef að þeir kjósa svo. Verkefnið þyrfti í raun ekki nema einn starfsmann sem að myndi útbúa grundvöll að þessu samstarfi. Markmið: Auðvelda samvinnu nýsköpunarsjóða, aukið aðgengi að upplýsingum, miðla málum, ýta fólki af stað

3.  Kennsluefni um íslenskan sjávarútveg fyrir grunnskóla

Samstarfsaðilar:  Menntamálaráðuneytið, Námsgagnastofnun, Hafrannsóknarstofnun, Háskólasamfélagið (HA), Sjávarútvegsráðuneytið, Matís
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  2-3 ársverk við að gera þetta efni
Mannafli langtíma:  enginn
Tími: Hægt að byrja fljótlega, klára fyrir vorönn 2010
Kostnaður annar en vinnulaun: Óviss, mikilvægt að myndefni sé aðlaðandi, prentun, áætlað um 2 milljónir 

Stutt lýsing: Námsgögn um Íslenskan Sjávarútveg verði uppfærð og endurbætt. (grunnskólastig). Útbúin heimasíða fyrir grunnskólabörn með fróðleik um sjávarútveg. Þetta ætti að stuðla að aukinni fræðslu, virðingu og neyslu á Sjávarútvegsafurðum. Ástæður eru þær að nú til dags er hafinu og sjávarútvegi lítt sinnt af grunnskólunum. Mikilvægt er að þjóðin þekki vel þessa mikilvægustu auðlind okkar.

4.  Diplómanám í sjávarútvegsfræðum

Samstarfsaðilar: HA, Fjöltækniskólinn
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma:  2 ársverk
Tími: Hægt að byrja fljótlega,
Kostnaður annar en vinnulaun: Enginn

Stutt lýsing: Gefa fólki í tækifæri til að mennta sig um sjávarútvegsnám án þess að þurfa að fara í gegnum 3 ára nám. Aðallega ætlað fólki sem búið er að starfa í tengdum greinum og vill mennta sig meira (eða er atvinnulaust) í háskóla (lánshæft hjá LÍN). Eins og hálfs árs nám. Ekki þarf að búa til nýjar kennslugreinar því einungis verða notaðar kennslugreinar sem þegar eru kenndar við HA. Mun auka verðmætasköpun í sjávarútvegi.

5.  Aðlaga hefðbundna kennslu í sjávarútvegsfræðum að erlendum nemendum

Samstarfsaðilar: HA, sjávarútvegsskóli Sameinuðu Þjóðanna
Mannafli við rannsókn og undirbúning:  ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma:  2 ársverk
Tími: Hægt að byrja fljótlega,
Kostnaður annar en vinnulaun: Lítill 

Stutt lýsing: Auðvelda erlendum nemendum að sækja hefðbundið nám hér við land (þar með koma með gjaldeyri). Íslenskur sjávarútvegur stendur traustum fótum og nýtur virðingar erlendis. Erlendir nemendur sem áhugasamir eru um sjávarútveg og lífríki sjávar væru e.t.v. áhugasamir að koma hingað og læra í 1-2 annir. Þurfum að auðvelda þeim það.

6.  Alþjóðlegur björgunarskóli

Samstarfsaðilar: Landsbjörg, landhelgisgæslan 
Mannafli: 2 ársverk
Tími: næsta sumar
Kostnaður annar en vinnulaun: Lítill

Stutt lýsing: Útbúa Námskeið sem að tekur mið að því sem er kennt nú hjá Landsbjörg (björgunarskóli sjómanna). Þannig mætti bjóða uppá alþjóðleg námskeið í strandgæslu, björgunarnám, reykköfun, sjóbjörgun, björgun úr þyrlum o.fl. Þannig væri hægt að skapa þónokkur gjaldeyrir ef að vel tækist til, væri möguleiki að vinna þetta í samstarfi með "Víkingaveiðum" hugmyndinni sem að fjallar um að ferðamenn fái að vinna á sjó. Þá gætu þeir tekið námskeið áður en þeir halda á sjó og verið vel undir búnir að takast á við fjölmargar áskoranir sem að bíða þeirra. gjaldeyris.

7. Hanna og smíða lítinn rannsókna- og kennslubát á Íslandi

Samstarfsaðilar: HA, Hafrannsóknastofnunin, HÍ 
Mannafli við rannsókn og undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: nokkur störf við smíði
Tími: Hægt að byrja fljótlega,
Kostnaður annar en vinnulaun: byggingakostnaður á stærðargráðunni 40 milljónir kr.

Stutt lýsing
: Við útibú Hafró á Akureyri og Vestmannaeyjum eru nú til staðar 2 litlir rannsóknabátar. Báðir eru að koma til ára sinna og hafa auk þess mjög takmarkaða getu. Reynslan sýnir að t.d. Einar í Nesi sem er á Akureyri er mikið notaður og væri hægt að nota meira ef hann væri stærri. Við Ísland er margar tegundir smábáta smíðaðar og auðvelt að breyta hönnun þeirra til að gera að góðum rannsóknarbáti. Bátur af þessu tagi gæti einnig hæglega orðið útflutningsvara. Mikil reynsla er fyrir notkun lítils rannsóknarbáts við útibú Hafró á Akureyri og hefur þegar verið gerð skýrsla um hvernig nýr bátur gæti verið.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu