Valmynd Leit

Norđurslóđasamstarf

Háskólinn á Akureyri hefur sett sér það markmið að vera fremstur íslenskra háskóla varðandi norðurslóðasamstarf. Hafið er líklega mikilvægasta auðlind norðurslóða og munu allar breytingar sem á hafinu verða hafa víðtæk áhrif á norðurslóðum. Við Íslendingar höfum á síðustu árum miðlað af þekkingu okkar á fiskveiðimálum til ýmissa landa í gegnum Sjávarútvegsskóla Sameinuðu Þjóðanna. Hví ekki gera slíkt hið sama til landa fyrir norðan okkur, sérstaklega í ljósi þess að ef hlýnun verður á þeim slóðum má ætla að tegundasamsetning þar verði svipuð og hér er nú. Sérstaklega er áhugavert að líta til næsta nágranna okkar, Grænlands. Hér er samtals um 3 ársverk að ræða við undirbúning og rannsóknir, til lengri tíma gæti þetta allt skapað 8 störf auk mikilvægs samstarfs við okkar næstu nágranna.

1. Sjávarútvegsnám á Grænlandi

Samstarfsaðilar: HA, Sjávarútvegsskóli Sameinuðu Þjóðanna, skólar á Grænlandi
Mannafli við undirbúning: 1 ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 2 ársverk, hugsanlega einnig hægt að tengja öðru námi svo sem vélvirkja, eða fiskvinnslunámi svo fleiri störf skapist hér
Tími: Hægt að byrja fljótlega, svo námskeið verði tilbúið næsta haust
Kostnaður annar en vinnulaun: Ferðalög til Grænlands, ca 1 milljón.

Stutt lýsing: Líklegt er að hlýnun hafs þýði nokkrar breytingar á auðlindum hafs við Grænland, Þorskstofninn þar gæti t.d. stækkað mikið. Hugmyndin er að yfirfæra þá miklu þekkingu sem til er hér á landi í sjávarútvegi til Grænlands þannig að þeir megi reka arðbærann sjávarútveg. Grænlanskir nemendur til Íslands, Íslenskir kennarar keyptir til Grænlands.

2. Veiðar við Grænland

Samstarfsaðilar: Grænlenska heimastjórnin
Mannafli við undirbúning: 1 ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: Sjómannsstörf á íslenskum skipum
Tími:strax 
Kostnaður annar en vinnulaun: Ferðalög til Grænlands, ca 1 milljón.

Stutt lýsing: Reyna samstarf við Grænlendinga um að annaðhvort leigja þeir af okkur flota til að veiða stækkandi fiskistofna af þeim eða við leigjum kvóta af þeim. Grænlendingar sjálfir veiða ekki nema hluta af þeim fiski sem veiðst við landið, Evrópusambandið veiðir mikið á þessu svæði. Spurning hvort ekki er áhugaverðara fyrir Grænlendinga að leyfa okkur frekar að veiða þar í skiptum fyrir þekkingu.

3. Stofna alþjóðamiðstöð um rannsóknir á lífríki norðurhafa með tilliti til nytja

Samstarfsaðilar: HA, Hafró, norðurslóðastofnanir
Mannafli við undirbúning: 1 ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 6 ársverk
Mannafli: 6 ársverk 
Tími: Langtíma
Kostnaður annar en vinnulaun: Ferðalög til Grænlands, ca 1 milljón.

Stutt lýsing: Miklar breytingar eru nú að eiga sér stað í Norðurhöfum. Íslendingar eru sérfræðingar í að nýta fiska og aðrar sjávarlífverur á þessu svæði. Leiðum rannsóknir á þessi sviði (þ.e.a.s. nytjunum, aðrir eru komnir miklu lengra en við í grunnrannsóknum). Mikil tækifæri í samvinnu við Grænlendinga.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu