Valmynd Leit

Samstarf viđ sjómenn

Sjómenn og útgerðir skipa auðvitað mikilvægan sess varðandi öll verkefni sem tengjast hafinu, verkefnin hér eru þó sérstaklega mikið tengt þeim. Þau tengjast bæði menntunarmöguleikum þeirra og að virkja þá meira til að taka þátt í rannsóknum á hafinu og þar með bæta við þekkingarbrunn okkar. Hér eru tæp 3 ársverk við undirbúning og rannsóknir, til lengri tíma gæti þetta allt skapað 15 störf. Óvissuþættir eru þó margir.
Sjá einnig lið 4. Víkingaveiðar

1. Almenn menntun sjómanna

Samstarfsaðilar: Sjómannasamtök, HA, Fjöltækniskólinn
Mannafli við undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 2 ársverk auk aðkomu fjölmargra kennara.
Tími: Hægt að byrja fljótlega, hefja námskeið næsta haust
Kostnaður annar en vinnulaun: óviss en þó má reikna með ferðalögum innanlands, ca 200.000 kr

Stutt lýsing: Sjómenn og grunnmenntun þeirra. Sú umræða hefur komið upp hvort ekki þyrfti að gera meiri kröfur á grunnmenntun sjómanna. ESB er með reglur um þetta og gerir kröfur í sínum aðildarlöndum. Hægt yrði að hanna nám sem þetta á nokkrum stöðum á landinu og í fjarnámi. Kennd undirstöðuatrið í meðhöndun matavæla, aðgerð á fiski og jafnvel undirstöðuatriði um lífríki sávar. Kannað yrði hvernig námið er í ESB löndum. Reynsla frá sjóbjörgunarskólanum á Sæbjörginni einnig dýrmæt.

2. Fjarnám á háskólastigi fyrir sjómenn

Samstarfsaðilar: Sjómannasamtök, HA
Mannafli við undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 2 ársverk auk aðkomu fjölmargra kennara.
Tími: Hægt að byrja fljótlega, hefja námskeið næsta haust
Kostnaður annar en vinnulaun: Lítill

Stutt lýsing: Margir sjómenn hafa áhuga á að mennta sig frekar en eiga óhentugt um vik vegna vinnu sinnar. Nú er hinsvegar ýmis fjarkennslutækni í boði svo sem upptökutækni, fjarfundarbúnaður og margt fleira sem leyst gæti þetta vandamál. Aukin menntun á háskólastigi fyrir sjómenn þýðir aukin gæði, verðmætasköpun og nýsköpun í greinum tengdum sjávarútvegi.

3. Bætt meðferð fiskafla; frá veiðum til útflutnings - Námskeið

Samstarfsaðilar: Promens, Matís, LÍÚ 
Mannafli við undirbúning: ½ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 2 ársverk auk aðkomu marga kennara.
Tími: 1/2 ár 
Kostnaður annar en vinnulaun: óviss

Stutt lýsing: Sjómönnum kennd bætt meðferð á fiskafla frá veiðum til útflutnings. Þróun á meðhöndlunaraðferðum, bættum aðbúnaði og aukin meðvitund á meðferð afla. Mundi leiða til bættrar meðhöndlunar afla og þar með aukinnar verðmætasköpunar.

4. Mæligögn frá fiskiskipum og fiskvinnslum

Samstarfsaðilar: HA, Hafró, sjávarútvegsfyrirtæki
Mannafli við undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 2
Tími: Langtíma
Kostnaður annar en vinnulaun: lítill

Stutt lýsing: Nú til dags er miklum upplýsingum safnað um fiska sem veiddir eru, bæði um borð í skipum og í vinnslum. Stundum er hver einasti fiskur vigtaður. Rannsóknarverkefni til að athuga hvort megi nota þessi gögn í stofnstærðarmat. Kallar á talsverða töluvinnu.

5. Virkja sjómenn til sýnatöku og rannsókna

Samstarfsaðilar: Hafró, sjávarútvegsráðuneyti, sjómenn og útgerðir
Mannafli við undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 4-6 störf á ári 
Tími: Hægt að byrja fljótlega
Kostnaður annar en vinnulaun: Lítill

Stutt lýsing: Rannsóknaverkefni: Háskólinn á Akureyri myndi skipuleggja og halda utan um söfnun líffræðilegra og vistfræðilegra upplýsinga í samvinnu við sjómenn. Sjómenn myndu sjá um væru þá að taka ýmis sýni úr fiski og grunnmælingar á ástandi sjávar sjónum allt í kringum landið. Með þessu mætti virkja Þetta myndi virka nemendur HA við gagnaöflum í við samstarfi við sjómenn. Rannsóknir á sýnum Sýni væru unnin bæði af sérfræðingum HA, samstarfsstofnunum þeirra og nemendum. Dæmi um það sem verið mætti rannsaka væri að skoða væri til dæmi efnafræðilegt innihald fisks eftir árstíma, hvað fiskur væri að éta, erfðafræði fisks og fleira. Gagnagrunnur að þessu tagi væri ómetanlegur. Til er verkefnalýsing af hliðstæðu þessu verkefni hjá Sigþóri Péturssyni, einnig hefur Hafró verið með svipað verkefni um öflun magasýna á sjó.

6. Fiskmerkingar í samráði við sjómenn

Samstarfsaðilar: Útgerðir, sjómannasamtök, HA
Mannafli við undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 1 ársverk
Tími: Hægt að byrja fljótlega
Kostnaður annar en vinnulaun: Kaup á merkjum ca 1milljón.

Stutt lýsing: Sumir hafa bent á að það vanti tilfinnanlega að merkja fleiri fiska hér við land til að læra betur um lífshætti þeirra og sveiflur í stofnstærð. Vandamálið er að þetta er kostnaðarsamt. Úr því má bæta með því að fá sjómenn til að vera virka þátttakendur við merkingarnar. Þannig má merkja mun meiri fjölda en nú er gert fyrir tiltölulega lítinn pening. Verkefni þetta skapar ekki beint gjaldeyri eða atvinnu heldur þekkingu sem mun nýtast okkur vel í fiskveiðistjórnun eftir nokkur ár. Hér er ekki verið að tala um að greina þessi gögn, einungis merkja, liði geta mörg ár þar til merki hafa skilað sér og hægt að fara í greiningu gagna. Mikilvægt er hinsvegar að hefja þetta sem fyrst svo vísindamenn framtíðarinnar geti nýtt þetta.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu