Valmynd Leit

Sjávarspendýr

Sjávarspendýr eru fjölmörg við Ísland, en eru mjög lítið nýtt. Veiðar á þeim gætu þó verið varasamar núna þegar ímynd Íslands hefur beðið hnekki erlendis. Við viljum þó halda þessum möguleikum hér.

1. Selveiðar í Norðurhöfum

Samstarfsaðilar: Kjötvinnslur / skinnavinnslur og sjávarútvegsráðuneyti (aðrar stofnanir?) 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; veiðar, fullvinnsla og markaðssetning
Tími: 1 árs smáverkefni fyrir sérfræðing eða 2 ára meistaraverkefni (frumrannsókn) 
Kostnaður annar en vinnulaun: óviss 

Stutt lýsing: Kanna möguleika þess að hefja atvinnu selveiðar þar sem höfuðáhersla er á að nýta bæði kjöt og skinn. Nýtt kjöt á innanlandsmarkað (samkeppni við annað íslenskt kjöt). Kanna skinnamarkaði erlendis með tilliti til útflutnings. útflutningur. Nýting á skinni innanlands jafnframt könnuð. Samantekt á veiðum og vinnslu fyrr á árum. Nýta bein í mjölvinslu, er það löglegt? Staða stofna og veiðiþol metið til að koma í veg fyrir óheftar veiðar. Alþjóðlegar skulbindingar og hliðaráhrif vegna náttúruverndarsamtaka metin. Upphafskostnaður veiðimanna, kostnaður við vöruþróun og markaðssetning á kjöti/skinni.

2. Sportveiðar á hnýsu

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsráðuneytið. Ferðaþjónustan, hvalveiðimenn, allir áhugasamir (Sjávarútvegsráðuneytið)
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur 
Mannafli langtíma: 3-4 ársverk (þó yrði þetta árstíðabundið) 
Tími: 1/2 ár 
Kostnaður annar en vinnulaun: Aðstaða og markaðsrannsókn 

Stutt lýsing: Bjóða fólki að koma til Íslands í Hnýsuskytterí (lúxusvara þar sem fá leyfi væri í boði). Þannig mætti skapa miklar gjaldeyristekjur í formi ferðamennsku. Samantekt á veiðum og vinnslu fyrr á árum. Staða stofna og veiðiþol metið til að koma í veg fyrir óheftar veiðar. Alþjóðlegar skulbindingar og hliðaráhrif vegna náttúruverndarsamtaka metin. Upphafskostnaður veiðimanna, kostnaður við vöruþróun og markaðssetning á afurðum.

3. Aukin nýting hvalaafurða

Samstarfsaðilar: Kjötvinnslur, skinnaverksmiðjur, lyfjafyrirtæki
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; vinnsla og markaðssetning 
Tími: 1 ár 
Kostnaður annar en vinnulaun: Aðstaða fyrir vöruþróun/tilraunir. Markaðsgreining og ferðalög innanlands. Uppsetning á námskeiðum sem hentað gætu nemanda (samstarf við erlenda skóla), ferðakostnaður vegna námskeiða erlendis (seinni hluti náms). 

Stutt lýsing: Þróun og vinnsla á hvalaafurðum. Nýta skinn og húð af hval í fatnað ofl, lifur og spik í orku, nýta bein og kjöt, bein í lyf (miðnesið). Nota sporð og ugga í mat (kannski annað). Nýta innmatinn í líftækni, bræðslu (mjöl). Núverandi nýting á hvölum er mjög takmörkuð og stór hluti ekki nýttur.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu