Valmynd Leit

Vannýttar auđlindir

Auðlindir sjávar eru fjölmargar og eru mörg tækifæri til að fjölga þeim. Þær tegundir og þeir hlutir sem nefndir eru hér að neðan eru svo sem ekki allir nýir af nálinni, sumt er þegar verið að nytja erlendis og annað hefur verið reynt hér á landi áður en ekki tekist að fá rekstrarlegan grundvöll. Það er þó algjör óþarfi að dæma tegundir úr leik sem hugsanlegar nytjategundir þó einhverjum hafi mistekist áður, þvert á móti þarf að læra af þeirri reynslu og reyna aftur, tækniframfarir og gjörbreytt rekstarumhverfi gætu gert það að verkum að þetta verði nú arðbært. Veiðar á fjölmörgum tegundum hér við land byrjuðu upphaflega í litlum mæli í tilraunaskyni, var svo hætt tímabundið vegna þess að ekki var rekstrargrundvöllur þá en byrjuðu svo aftur árum eða áratungum síðar, þetta á t.d. við um ekki ómerkari tegundir en grálúðu, kolmunna, rækju, humar og karfa, allt tegundir sem eru afar mikilvægar nú. Mikilvægt er þó að góðar rannsóknir fylgi nýjum veiðum til að kanna umhverfisáhrif.

1. Útflutningur á sjó

Samstarfsaðilar: útgerðarfyrirtæki 
Mannafli við rannsóknir: ¼ ársverk
Mannafli langtíma: ca 5
Tími: hægt að gera verkefnaáætlun á 1 ári
Kostnaður annar en vinnulaun: óviss

Stutt lýsing: Setja íslenskann, hreinan, Arktískan djúpsjó í nefúðaflöskur. Er þegar gert erlendis, sjáhttp://www.sterimar.com/.

2. Grunnrannsóknir á vistfræði grunnslóðar

Samstarfsaðilar: Hafró, sjávarrannsóknasetur víða um landið
Mannafli við undirbúning: ¼ ársverk við undirbúning
Mannafli langtíma: 10 ársverk
Tími: 3 ár
Kostnaður annar en vinnulaun: Byggir á því að lítill íslenskur rannsóknabátur verði byggður, annar tækjabúnaður gæti hlaupið á nokkrum milljónum

Stutt lýsing: Mikið hefur verið talað um að rannsóknir vanti á lífríki sjávar á grunnslóð en lítið hefur verið um gjörðir. Þetta yrðu mannfrekar rannsóknir sem mundu skila þekkingu sem nýtist í ýmsum framkvæmdum á grunnslóð, svo sem fiskeldi, hafnargerð, efnistöku, stóriðju ofl. Mikilvægt að rannsóknir séu í samvinnu við sjávarlíffræðisetur víða um land og umsjón og sem mest vinna á hverjum stað sé í höndum heimamanna.

3. Veiðar á krossfiski

Samstarfsaðilar: Nýsköpunarmiðstöð, AVS, Útflutningsráð 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: 2-6 ársverk 
Tími: 1. árs smáverkefni eða 2. ára meistarverkefni 
Kostnaður annar en vinnulaun: Smáverkefni-Aðstaða eða Meistaraverkefni-Aðstaða og uppsetning á námskeiðum sem hentað gætu nemanda, kostnaður við tilraunaveiðar og ferðalög innanlands. 2 milljónir í rannsóknir (tilraunaveiðar), meira ef vinnsla verður (10-30 milljónir)

Stutt lýsing: Nýjungar í sjávarafurðum - veiðar, vinnsla og markaðir Krossfiskveiðar til manneldis - nemandi hefur gert lauslegar rannsóknir á því að matreiða Krossfiska með ágætri raun. Ef óhentugt til manneldis þá er raunhæft að skoða krossfiska í fóður.Veiðar á krossfisk yrðu einnig til þess að vernda þaraskóga og kræklingarækt svo eitthvað sé nefnt; krossfiskur er skaðræðisgripur í íslenskri þörungaflóru! Rannsókn frumkönnun hentar mjög vel fyrir Eyjafjörð. Hægt að byrja strax á rannsókn, ef vel gengur þá gæti þetta orðið framtíðar atvinnuvegur.

4. Frekari könnun á veiðum miðsjávartegunda

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsfyrirtæki, Hafró
Mannafli við rannsókn: 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkurn fjölda starfa við veiðar/vinnslu hluta ársins 
Tími: 2. ára meistarverkefni 
Kostnaður annar en vinnulaun: óviss

Stutt lýsing: Forkönnun á veiðum miðsjávartegunda (t.d smokkfiska og laxsílda) úti fyrir suðurlandi; greining á fyrri rannsóknum og tillögur að tilraunaveiðum; búnaði (vert að kanna vegna hlýnunar sjávar). Frekari útfærsla gæti verið tilraunaveiðar með aðkomu ríkis þar sem íslenskir skipstjórar og útgerðir væru fengnar til tilraunveiða. Langtímamarkmið er að finna vannýttar miðsjávar tegundir, auka þannig frekari nýtingu auðlinda sjávar og gjaldeyristekjur. Staða stofna og veiðiþol þarf að meta til að koma í veg fyrir óheftar veiðar (varúðarsjónarmið).

5. Djúpsjávarveiðar á ónýttum svæðum

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsfyrirtæki, Hafró
Mannafli við rannsókn: 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað umtalsverðan fjölda starfa við veiðar/vinnslu allt árið. 
Tími:2. ára meistarverkefni (frumrannsókn) 
Kostnaður annar en vinnulaun: óviss

Stutt lýsing: Djúpsjávarveiðar á ónýttum svæðum; sérstök áhersla á djúpslóð sem búið er að kortleggja af Hafrannsóknarstofnun (t.d Háfadjúp 15sml. austur af Vestmannaeyjum, 1000-1500 metra dýpi). Greining á fyrri rannsóknum og tillögur að tilraunaveiðum; búnaði (vert að kanna vegna hlýnunar sjávar). Frekari útfærsla gæti verið tilraunaveiðar með aðkomu ríkis þar sem íslenskir skipstjórar og útgerðir væru fengnar til tilraunveiða. Langtímamarkmið er að finna vannýttar djúpsjávar tegundir, auka þannig frekari nýtingu auðlinda sjávar og gjaldeyristekjur. Staða stofna og veiðiþol metið til að koma í veg fyrir óheftar veiðar.

6. Nýting svartháfs sem meðafla við veiðar á Gullaxi fyrir Suðurland

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsfyrirtæki (veiðar, vinnsla og markaðssetning) 
Mannafli við rannsókn: 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; vinnsla og markaðssetning 
Tími: 2. ára meistarverkefni (frumrannsókn) 
Kostnaður annar en vinnulaun: Smáverkefni-Aðstaða og ferðakostnaður innanlands eða Meistaraverkefni-Aðstaða og uppsetning á námskeiðum sem hentað gætu nemanda, ferðakostnaður innanlands.

Stutt lýsing: Svartháfur veiðist sem meðafli við veiðar á Gulllaxi fyrir Suðurlandi. Tækifæri í vinnslu og veiðum. Sölumöguleikar afurða. Staða stofna og veiðiþol metið til að koma í veg fyrir óheftar veiðar. Langtímamarkmið er að finna nýta betur meðafla, auka þannig frekari nýtingu auðlinda sjávar og gjaldeyristekjur.

7. Jelly Shot - marglytta bleytt uppúr sterku áfengi (vodkaskot)

Samstarfsaðilar: Vífilfell, Ölgerðin, Kaldi, og aðrir áhugasamir 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur 
Mannafli langtíma: 1-2 ársverk 
Tími: 1/2 ár 
Kostnaður annar en vinnulaun: Aðstaða 

Stutt lýsing: Jelly Shot - marglytta bleytt uppúr sterku áfengi (vodkaskot eða kannski voðaskot). Útflutningur og innlend sala. Gæti haft algera sérstöðu á markaði; samanber Tequila. Góð leið í að minnka marglyttuplágur og nýta algjörlega vannýttan stofn. Kanna veiðitillögun, vinnslu og geymslumöguleika.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu