Valmynd Leit

Vöruţróun

Íslenskur sjávarútvegur er einstaklega aðlögunarhæfur og hefur þróað af sér ýmsar hliðargreinar til að fullnýta afurðirnar. Hér að neðan eru ýmsar hugmyndir tengdar þessu sem þróa mætti nánar. Öll þyrftu þessi verkefni að byrja á rannsókn þar sem færi saman rannsókn á framleiðslu vörunnar ásamt fjárhags- og markaðsáætlun.

1. Fiskbein í skartgripi

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegurinn, Sjávarleður
Mannafli: óljóst 
Tími: óljóst 
Kostnaður: óljóst

Stutt lýsing: Nota aukaafurðir sjávardýra betur fyrir ferðamenn, bæði unnið og ekki. Sem dæmi má nefna skartgripi út beinum. Einnig framtíð í fataiðnaði með öðruvísi efni. Íslensk hönnun úr Íslensku efni.

2. Fullvinnsla á grásleppu

Samstarfsaðilar: Grásleppuveiðimenn, Landsamband smábátaeigenda, Biopol
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; vinnsla og markaðssetning 
Tími: 1 ár 
Kostnaður: Aðstaða fyrir vöruþróun/tilraunir. Markaðsgreining og ferðalög innanlands. Uppsetning á námskeiðum sem hentað gætu nemanda (samstarf við erlenda skóla), ferðakostnaður vegna námskeiða erlendis (seinni hluti náms).

Stutt lýsing: Skoða möguleika á að fullnýta grásleppu

3. Nýjar afurðir úr síld

Samstarfsaðilar: Matís, Matvælasetur HA 
Mannafli: óljóst 
Tími: 1/2 ár (forskoðun) 
Kostnaður: Aðstaða og hugvit

Stutt lýsing: Síld: Fullvinna hana meira hérlendis. Meiri fullvinnsla skapar störf og meiri gjaldeyrir.

4. Ódýr matur úr uppsjávarfiskum

Samstarfsaðilar: Matís 
Mannafli: Mikill
Tími: fljótlega
Kostnaður: óþekktur

Stutt lýsing: Ef heimskreppan verður verri má gera ráð fyrir að hungursneyðir komi upp í fátækrari löndum heimsins. Gott væri þá ef Ísland væri tilbúið með afurð, unna úr ódýrum (en hollum) fiski sem auðvelt væri að flytja til landa sem vöntun er á mat. Huga þarf vel að þáttum eins og geymsluþoli við erfiðar aðstæður og aðferðum viðað matreiða.

5. Frostþurrkaðar fiskafurðir til Asíu

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsfyrirtæki, Matís 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; fullvinnsla og markaðssetning
Tími: 1 Ár
Kostnaður: Aðstaða (afurðaþróun/tilraunir) og uppsetning á námskeiðum sem hentað gætu nemanda (samstarf við erlenda skóla), ferðakostnaður vegna námskeiða erlendis (seinni hluti náms). 

Stutt lýsing: Kanna möguleika á sölu á frostþurkuðum afurðum til Asíu. Frostþurkun krefst orku sem við höfum nóg af, léttir einnig afurð til að minnka flutningskostnað

6. Fisksnakk á erlenda markaði

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsfyrirtæki, Matís, Matvælasetur HA 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; fullvinnsla og markaðssetning
Tími: 1 Ár
Kostnaður: Aðstaða (afurðaþróun/tilraunir) og uppsetning á námskeiðum sem hentað gætu nemanda (samstarf við erlenda skóla), ferðakostnaður vegna námskeiða erlendis (seinni hluti náms). 

Stutt lýsing: Kanna möguleika á sölu á frostþurkuðum afurðum til Asíu. Frostþurkun krefst orku sem við höfum nóg af, léttir einnig afurð til að minnka flutningskostnað. Markmið að nýta orku sem er til staðar og jafnframt að auka gjaldeyristekjur. Slagorðið verður: It is Icelandic and it is bad.

7. Djúpsteikt fiskroð (eða ristað roð)

Samstarfsaðilar: Steinn Aðalsteinnson (Steini Alla) 
Mannafli: 2-3 ársverk 
Tími: Strax 
Kostnaður: Óljóst; ætti að vera frekar lágur, sérstaklega hráefniskostnaður. Sérfræðiaðstoð við greiningu og uppsettningu verkefnis.

Stutt lýsing: Djúpsteikt fiskiroð - endurvakning á gamalli hugmynd frá Dalvík. Nefna má að á vestfjörðum er rík hefð fyrir neyslu á ristuðu fiskroði (sett í brauðrist og ristað eftir að harðfiskurinn er búinn!) Virkilega bragðgóð afurð.

8. Nýjungar í frystingu sjávarafurða

Samstarfsaðilar: Stór frystihús og frystiskip
Mannafli: óviss
Tími: óviss
Kostnaður: óviss

Stutt lýsing:CO2 frysting við frystingu á sjávarafurðum, sparnaður í frystingu/tíma?

9. Prótein úr augum karfa

Samstarfsaðilar: Líftæknifyrirtæki
Mannafli skammtíma: Ársverk við rannsóknir
Mannafli langtíma: ca 5 störf 
Tími: 1 ár við rannsóknir
Kostnaður: laun, MSC verkefni við að skoða möguleika á þessu

Stutt lýsing: Sjómenn þekkja það vel að ef þeir fá karfastungu þá stinga þeir auganu úr og bera bakhlutanum á sárið, það grær þá undurfljótt. Vinna þetta úr karfaaugunum.

10. Aukaafurðir fiskvinnslu

Samstarfsaðilar: Háskólinn á Akureyri, Matís, Norðmenn 
Mannafli: óviss
Tími: 2 ár að lágmarki 
Kostnaður: töluverður

Stutt lýsing: Nýta innyfli úr fisktegundum til lífefnavinnslu og auka yfir verðmæti afurða sem að annars er hent í dag.

11. Flugfiskur (landbúnaðarafurðir?) að norðan

Samstarfsaðilar: Sjávarútvegsfyrirtæki á norðurlandi (kjötvinnslur/bændur) 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur 
Mannafli langtíma: óljóst 
Tími: 1/2 ár 
Kostnaður: Aðstaða 

Stutt lýsing: Skoða betur hugmyndir um beint flug með flutningavélum frá Akureyri (líka hægt að gera frá Egilstöðum) til evrópu með ferskan fisk. Hægt að bæta við lifandi hryggleysingjum, t.d. kræklingi, ígulkerjum og kúfkel. Samantekt á fyrri tilraunum og frekara samstarf fyrirtækja á Norðulandi. Er hugsanlegt flytja lambakjöt, nautakjöt einnig?

12. Aukin kyngeta og sjávarafurðir

Samstarfsaðilar: LÍÚ, Sjávarútvegsráðuneytið, Útflutningsráð, Atvinnuþróunnarfélag Eyjafjarðar. 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; veiðar, fullvinnsla og markaðssetning
Tími: 1 ár 
Kostnaður: Aðstaða við þróun og rannsóknir afurða. 

Stutt lýsing: Athugun á afurðum sem að auka kyngetu eða talin geta aukið hana. Markhópur væri þá að sjálfsögðu Asía. Markmið er að taka sama allar upplýsingar um afurðir og reyna að finna nýjar afurðir. Hægt að kalla kynbótamiðstöð.

13. Útflutningur á skötuselslifur

Samstarfsaðilar: Útgerðir, Matís og Háskólinn á Akureyri. 
Mannafli við rannsókn: 1 sérfræðingur eða 1 nemendaverkefni 
Mannafli langtíma: Óljóst, gæti skapað nokkur störf; fullvinnsla og markaðssetning
Tími: 1 -2 ár 
Kostnaður: Aðstaða við þróun og rannsókn á útflutningsumbúðum, markaðskönnun og tilraunasendingu 

Stutt lýsing: Skötuselslifur er nánast eingöngu notuð í afar vinsælan rétt „Ankimo" í Sushi matreiðslu.
Kaupendahópurinn eru að mestu leyti veitingahús sem bjóða upp á Sushi, lifrin er í flestum tilvikum keypt í gegnum um milliliði sem versla á fiskmörkuðum. Rík hefð er fyrir neysla á Sushi í Japan enda kemur matreiðsluaðferðin þaðan, markaðir og verð fyrir afurðina munu því að mestu leyti vera skoðaðir með Japansmarkað í huga. Þar sem Sushi matreiðslan hefur breiðst mjög hratt um hinn vestræna heim mun markaðssetning og verð í öðrum löndum einnig verða lauslega skoðuð. Verkefnið gæti falist í könnun á mörkuðum og verði fyrir ferska skötuselslifur í nokkrum löndum. Finna hagkvæmustu flutningsleið með tilliti til tíma. Hvaða skorður eru á flutningi á afurðinni milli landa. Meðhöndlun og frágangur afurðar fyrir flutning. Líftími vöru. Gerð var tilraun með útflutning frá Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum, en skilaverð var of lágt (gengi íslensku krónunnar og japanska jensins hefur gjörbreyst síðan tilraunin var gerð). Við Háskólann á Akureyri eru til staðar frumdrög að nemendaverkefni /rannsókn.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu