Valmynd Leit

Samstarf

Lögð er áhersla á að nýta þá sérþekkingu sem er til staðar í stofnunum hins opinbera. Samstarfið fer yfirleitt fram með þeim hætti að sérfræðingar stofnananna sjá um umtalsverða kennslu við deildina auk þess sem unnið er að sameiginlegum verkefnum.

Hafrannsóknastofnunin

Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Norðurlandi var staðsett á Húsavík frá stofnun þess 1974 til 1990 en var þá flutt til Akureyrar. Sérfræðingar útibúsins starfa nú í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri. Stór hluti starfseminnar felst í að sjá um sýnatöku úr lönduðum afla á Norðurlandi. Starfmenn útibúsins taka einnig þátt í og leiða ýmis önnur rannsóknaverkefni við Norðurland. Útibúið er tengiliður Hafrannsóknastofnunarinnar við sjávarútveginn á Norðurlandi. Útibúið sér einnig um rekstur á 10 tonna rannsóknarbáti, Einari í Nesi EA 49. Hann er útbúinn litlum krana, handfærarúllum og er með aðstöðu til sjósýnatöku. Útibússtjóri Hafrannsóknastofnunarinnar á Akureyri er Hlynur Ármannsson.

Matís

Hjá Matís á Akureyri er lögð áhersla á  uppbyggingu rannsókna á tveimur sviðum; fiskeldi og öryggi sjávarfangs & heilnæmi. Um er að ræða uppbyggingu á nýjum sviðum og eru rannsóknir unnar í nánu samstarfi við Háskólann á Akureyri, Hólaskóla - Háskólann á Hólum og fleiri háskóla, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi svo og erlendis. Á fiskeldissviði er fyrst og fremst lögð áhersla á rannsóknir á áhrifum fóðurs á vöxt, afkomu og gæði lokaafurða, lífeðlisfræði fiska svo og fyrstu stig eldis sjávartegunda fiska.  Árið 2005 hófst uppbygging á nýju rannsóknarsviði Matís á Akureyri sem lýtur að rannsóknum og mælingum á þrávirkum lífrænum mengunarefnum í sjávarfangi og öðrum matvælum. Deildarstjóri Matís á Akureyri er Rannveig Björnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP)

Háskólinn á Akureyri á sæti í stjórn Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem rekinn er af Hafrannsóknarstofnun.  Kennarar deildarinnar taka þátt í kennslu einstakra námskeiða skólans og leiðsögn með lokaverkefnum nemenda, sem dvelja þá við Háskólann á Akureyri við verkefnavinnu. Forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna er Dr. Tumi Tómasson með aðsetur á Skúlagötu 4 í Reykjavík.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu