Valmynd Leit

Verkefni Hafró

Helstu verkefni starfsmanna útibús Hafrannsóknarstofnunarinnar á Akureyri


Sýnataka úr lönduðum afla á Norðurlandi

Reglulegar mælingar á lönduðum afla í fiskvinnslustöðvum og mörkuðum á Norðurlandi. Upphaflegt og enn mikilvægasta hlutverk útibúanna. Þessi gögn eru nauðsynleg til að meta stofnstærðir með einhverri nákvæmni.
 

Merkingar á ufsa við Ísland

Markmið verkefnisins er að kanna gönguleiðir og dreifingu ufsa í kringum Ísland og göngur til annarra hafsvæða.

Merkingar á skarkola í Eyjafirði og Skjálfanda

Markmiðið er að kanna áhrif svæðafriðanna á stofn skarkola á þessum tveimur svæðum ásamt því að fá almennar upplýsingar um lifnaðarhætti tegundarinnar.
 

Gögn frá sjóstangaveiðimótum við Ísland

Markmið að finna út ef gögn frá sjóstangamótum eru nothæf til að meta sveiflur í stærð fiskistofna.
 

Hvalamerkingar

Merkingar á reyðarhvölum við Ísland til að kanna farleiðir þeirra.
 

Samantekt á gögnum um hafrannsóknir á grunnslóð norðanlands

Verkefni þar sem meiningin er að safna saman á einn stað öllum gögnum um rannsóknir á grunnslóð norðan Íslands.


Eyjafjarðarrall

Árlegur leiðangur með nemendum í fiskifræði þar sem 6 til 10 tog eru  tekin víða í firðinum. Upphaflega hlutverkið var að slora nemendur aðeins og kenna í leiðinni vinnubrögð við fiskirannsóknir. Núna eru gögnin orðin áhugaverð fræðilega.
 

Fæða þorsks í afla fiskiskipa

Markmið að athuga hvað þorskurinn er að éta utan þess tíma sem sýnum er safnað í leiðöngrum Hafró. Mikilvægt samstarfsverkefni Hafró (aðallega útibúa) og sjómanna.
 

Yfirfallssjór í Grænlandssundi

Langtímamælingar á flæði og eiginleikum djúpsjávar um Grænlandssund í samvinnu við Háskólann í Hamborg.

Hafstraumar norðan Íslands

Langtímamælingar á flæði Atlantssjávar inn á norðurmið. Hafrannsóknir á Drekasvæðinu vegna hugsanlegrar olíuvinnslu. Meta sjófræðilegar aðstæður á Drekasvæðinu með tilliti til frekari leitar og hugsanlegrar olíuvinnslu þar. Sjófræði fjarða við Ísland. Afla upplýsinga um hitastig, seltu, strauma og súrefni í fjörðum við Ísland sem t.d. nýtast við fiskeldi og mat á umhverfisáhrifum.

Kennsla


Háskólinn á Akureyri

Sérfræðingar útibúsins hafa haft 50% stöðu hjá Háskólanum á Akureyri. Þeir hafa kennt haf- og veðurfræði, sjávarlíffræði, fiskifræði, stofnstærðarfræði fiska og veiðarfæratækni (frá Ísafirði). Þeir hafa einnig verið með hlutakennsla í ýmsum öðrum kúrsum.
 

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna

Sérfræðingar útibúsins hafa einnig leiðbeint nemendum við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Önnur kennsla

Sérfræðingar útibúsins hafa tekið þátt í kennslu um hafið og lífríki þess fyrir grunnskólakrakka á Skólaskipinu Dröfn og Skólaskipinu Húna II.

Önnur starfsemi


Rekstur rannsóknabátsins Einars í Nesi

Notaður í ýmsum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunarinnar ásamt því að vera notaður í kennslu við HA.

Sjóferðir 

Starfsmenn útibúsins taka þátt í fjölmörgum leiðöngrum Hafró, sérstaklega þeim sem eru norðan landsins.

Upplýsingaskipti

Svara fyrirspurnum og ræða við sjómenn, fréttamenn og aðra áhugamenn um hafið.

Smárannsóknir

Skoða og skrá ýmis fyrirbrigði frá hafinu, t.d. sjaldgæf dýr, aldursgreina fiska, hvalreka, endurheimtur merkja o.fl.
 

Aðstoð við aðra vísindamenn

Safna gögnum eða upplýsingum um hafið norðan Íslands.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu