Valmynd Leit

Verkefni Matís

Helstu verkefni starfsmanna útibús Matís á Akureyri, í samstarfi við Auðlindasvið Háskólans á Akureyri og fleiri aðila


Basecod - Stable and safe production of Atlantic cod larvae and juveniles

Markmið verkefnisins er að greina stöðu, markmið og ferli við framleiðslu þorskseiða (SVÓT greining) og nýta sem grunn að aðgerðaáætlun um framleiðslu hágæða þorsklirfa og seiða.
 

TOPCOD - Lengi býr að fyrstu gerð. Kjöreldisferlar í lirfu- og seiðaeldi á þorski

Markmið verkefnisins er að skilgreina kjöreldisaðstæður, þróa heildrænt ferli og skilgreina helstu flöskuhálsa í lirfu- og seiðaeldi þorsks á Íslandi í dag. Þetta mun hugsanlega auka arðsemi íslensks þorskeldis. Verkefni sumarnemenda 2010.
 

Framleiðsla hjóldýra fyrir þorskeldi

Markmið verkefnis er þróun framleiðslukerfis sem stuðlar að öruggri, stöðugri og hagkvæmri framleiðslu fæðudýra fyrir þorsk í eldi og jafnframt að efla samstarf þorskframleiðenda á Norðurlöndunum.
 

Bætt frjóvgun lúðuhrogna

Markmið verkefnisins er að skilgreina þá þætti sem áhrif hafa á gæði lúðuhrogna m.t.t. frjóvgunarprósentu þeirra og sem hugsanlega má stjórna.  Verkefni sumarnemenda 2009.
 

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs

Heildarmarkmið verkefnisins er að þróa og setja upp aðferðir til ræktunar á náttúrulegu dýrasvifi. Valdar verða ein til tvær tegundir sem algengar eru í sjónum í kringum landið og markmiðið að framleiða dvalaregg til geymslu þannig að möguleiki sé á náttúrulegu dýrasvifi árið um kring. Verkefni sumarnemenda 2009 og 2010.
 

Próteinmengi þorsklirfa við mismunandi fóðrun

Markmið verkefnisins er að fá heilsteypta yfirsýn yfir próteintjáningu í þorsklirfum með það að markmiði að framleiða sterkbyggðari þorskseiði til eflingar íslensks þorskeldis. Verkefni nemanda í rannsóknatengdu meistaranámi 2010-2012.
 

Tímasetning ónæmissvörunar hjá lúðulirfum (KP/HA er verkefnisstjóri hér – unnið í samstarfi við Matís)

Markmið verkefnisins er að auka skilvirkni og efla gæði og lifun seiða í lúðueldi með því að draga út hagnýta vitneskju um ósérhæft ónæmissvar lúðulirfa. Þetta er gert með því að hámarka aðferð sem aðlöguð hefur verið að þorsklirfum til að meta tjáningu lykilgenga í svörun ósérhæfð ónæmiskerfisins með magnbundnum PCR (qPCR).
 

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga – rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla

Markmið þessa verkefnis voru að safna ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert um efnasamsetningu, vinnslueiginleika og verðmæti þorsks í virðiskeðjunni. Verkefni nemenda í rannsóknartengdu meistaranámi við Háskólann á Akureyri 2008-2010 var að mæla þrávirk lífræn efni og þá fyrst og fremst PCB í þorskinum.
 

Varnarefnamælingar á ávöxtum og grænmeti

Matís tekur þátt í vöktun á varnarefnum í ávöxtum og grænmeti samkvæmt samningi við MAST og fara mælingar á 62 efnum fram á starfstöð Matís á Akureyri.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu