Valmynd Leit

Verkefni SHA

Stærri verkefni


Gagnaveitan: Fisheries   fisheries.is

Háskólinn á Akureyri skrifaði í lok árs 2007 undir samning við Einar Kristin Guðfinnsson þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna gagnaveitu um haf og sjávarútveg. Samkvæmt samningnum tók Háskólinn á Akureyri að sér að ritstýra verkefni um gerð gagnaveitu á veraldarvefnum. Markmið gagnaveitunnar var að gera aðgengilegar á einum stað upplýsingar um vistkerfi og náttúru hafsins við Ísland, sjálfbæra nýtingu auðlinda þess, efnainnihald og heilnæmi sjávarfangs sem og hagrænar upplýsingar um sjávarútveg Íslands og tengsl þeirra við þjóðhagsstærðir. Gagnaveitan var gerð aðgengileg við hátíðlega athöfn á íslensku Sjávarútvegssýningunni haustið 2008. 

Segja má að verkefnið um eflingu náms í sjávarútvegsfræðum ásamt Gagnaveitu um íslenskan sjávarútveg hafi verið upphafið á stofnun Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar vorið 2009.

Starfsmenn Sjávarútvegsmiðstöðvar hafa séð um rekstur og uppfærslur gagnaveitunnar frá opnun hennar. fisheries.is


Efling sjávarútvegsnáms

Á ársfundi Háskólans á Akureyri árið 2007 skrifaði skólinn undir samstarfssamning annars vegar við Landssamband íslenskra útvegsmanna og hins vegar Menntamálaráðuneytið um samstarf á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi. Meginmarkmið samningsins var að styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi. Lögð var áhersla á að fjölga nemendum sem leggja stund á nám í sjávarútvegsfræði m.a. með því að endurskoða samsetningu námsins og styrkja ímynd þess. Sérstaklega var horft til viðhorfs og þarfa atvinnugreinarinnar. Þá var framlag og áhrif brautskráðra sjávarútvegsfræðinga sem starfa í greininni metið. 

Til að ná markmiðum lagði LÍÚ fram samtals kr. 45.000.000 á þremur árum. Menntamálaráðuneyti lagði fram jafnhá viðbótarframlög til HA í sama tilgangi. Skipuð var verkefnisstjórn til að hafa umsjón með framgangi samningsins.

Verkefnið hófst 2008 og lauk árið 2011.

Lokaskýrsla verkefnisins  og Viðauki við lokaskýrslu


Stytting ræktunartíma kræklings

Markmið verkefnisins var að þróa aðferð við áframræktun kræklingsins sem skilar uppskeru fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Þá var borinn saman vöxtur áframræktaðra smáskelja á ræktunarsvæðum í Eyjafirði, Breiðafirði og Hvalfirði . Önnur markmið voru mat á stofnstærð og nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.          

Sjávarútvegsmiðstöðin sá um mælingar sýna og úrvinnslu gagna í þessu verkefni. Auk miðstöðvarinnar koma að verkefninu Skelrækt (hagsmunasamtök skelræktenda), Matís, Hafró, RHA, Atlantsskel, Norðurskel og Nesskel.

Verkefnið hófst vorið 2009 og lauk haustið 2010 - Lokaskýrsla verkefnis


Verkefni 2013

 <><   Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg : Rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. fisheries.is

<>< Grunn- og framhaldsskólar: Starfsmenn SHA sjá um kennslu á skólaskipinu Húna II. Þeir hafa einnig haldið fyrirlestrar í framhaldsskólum um mikilvægi sjávarnytja og um lífríki sjávar við Ísland.

<>< Sjávarklasinn: SHA er meðlimur í menntahóp sjávarklasans.

<>< Menntavitinn: Verkefni á byrjunarreit unnið í menntahóp sjávarklasans í samstarfi við fyrirtæki þar sem kynntar verða námsleiðir starfsamanna í sjávarútvegi og tengdum greinum.

<>< Verkefnamiðlunin: Vefsíðan var opnuð árið 2012 og var hún gerð að mestu í samstarfi SHA og Sjávarklasann í Reykjavík. Vefsíðan tengir saman nemendur og fyrirtæki í sjávarútvegstengdum greinum.  verkefnamiðlun.is

<>< Nordmarine, fagnet um málefni strand og hafsvæða á norðurslóðum: SHA leiðir fagnet innan Háskóla Norðurslóðanna (University of the Arctic) og er helst verkefni þess nú að leiða samstarf norðlægra háskóla sem eru með hagnýtt sjávarútvegstengt nám. Á þessu ári voru haldnir fundir á Akureyri í Júní og St. Johns á Nýfundnalandi í byrjun október. Fundinn sóttu fulltrúar frá háskólunum í Tromsö, Bodö, Turku, Þórshöfn í Færeyjum, St. Johns í Nýfundnalandi og Fairbanks í Alaska. Styrkir til þess verkefnis fengust hjá Norrænu ráðherranefndinni og samvinnusjóði á vegum norska og íslenska utanríkisráðuneytisins. Helsta verkefnið sem unnið er að núna er sameiginlegur áfanga milli allra þessara skóla um sjávarútveg á norðurslóðum: Northern fisheries

<>< Vistey - upplýsingagátt um lífríki sjávar í Eyjafirði: Vefurinn var stofnsettur árið 2011 og er rekinn af SHA. Verkefnið var upphaflega styrkt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og síðar af Samherja. Gefin var út bók á ensku um lífríki sjávarins í Eyjafirði og hefur fengist styrkur til að færa þá bók yfir á íslensku þannig að hún nýtist sem kennsluefni í framhaldsskólum um lífríki sjávar.  vistey.is

<>< N4, sex þættir um sjávarútveg: Þáttaröðin Auðæfi hafsins var sýnd á N4 þetta vor. Í þáttunum var lögð áhersla á hið jákvæða í íslenskum sjávarútvegi, verðmætasköpun, nýsköpun og íslenska tækni sem þar er notuð. Starfsmenn SHA tóku þátt í handritsgerð þáttana og veittu sérfræðiráðgjöf. Í síðasta þættinum var svo sýnt frá sælkerakvöldi nemenda við auðlindadeild HA.   Horfa á þætti

<>< Íslenskur sjávarútvegur - Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkað: Styrkur fékkst frá Rannsóknasjóður síldarútvegsins til að rita rafbók um íslenskan sjávarútveg. Markhópur er nemendur í framhaldsskólum og allir aðrir sem vilja fá dýpri skilning á sjávarútvegi.  

<>< Neðansjávarmyndbönd - Lífríkið í sjónum við Ísland: SHA var meðumsækjandi í öðru verkefni sem fékk styrk frá Rannsóknasjóður síldarútvegsins og gengur það út á að gera stutt neðansjávarmyndbönd.   Horfa á myndbönd

<>< FAO - Price Linkages and Factors that Determine Prices and Margins throughout the Value-Chain: Lokið var við alþjóðlegt verkefni sem fólst í greiningu á virðiskeðju íslensks sjávarútvegs og er nú verið að klára skýrslu um efnið á vegum FAO.   Skýrslan.

<>< Skelrækt – hagsmunasamtök skelræktenda: Starfsmaður SHA vann fyrir samtökin á árinu.

<>< Söfnun kræklingalirfa: Verkefni er í gangi um söfnun kræklingalirfa í samstarfi við fjölda minni rannsóknamiðstöðva í kringum landið. Verkefnið var að mestu styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins.

<>< Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-FTP): Umsjón lokaverkefna, sérnámskeið í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og markaðsetningar á sjávarafurðum og skipulagning móttöku árlegrar tíu daga heimsóknar nemanda á norðurland.

<>< Erlendar heimsóknir: Á árinu heimsóttu fulltrúar frá Nýsjálenskum sjávarútvegi Ísland og aðstoðuðu starfsmenn SHA við þá heimsókn. Deildarforseti Viðskipta- og raunvísindasviðs HA var svo í kjölfar þess boðið til Nýja Sjálands til ráðgjafar.   


Verkefni 2012

 <><   Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg: Rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.  fisheries.is

<>< Háskólinn á Akureyri:  Alþjóðlega sumarnámskeiðið „aquatic ecology“ var haldið í þriðja sinn í samstarfi við Turku University of Applied Sciences.

<>< Grunn- og framhaldsskólar: Kennsla á skólaskipinu Húna II. Fyrirlestrar í Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Tröllaskaga um sjávarnytjar og lífríki sjávar.

<>< Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-FTP): Umsjón lokaverkefna, sérnámskeiðs í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja og markaðsetningar á sjávarafurðum og skipulagning móttöku árlegrar tíu daga heimsóknar nemanda á norðurland. Vinnuferð til St. Lucia vegna námskeiðs í verkefnastjórnin þróunarverkefna.

<>< Vistey - upplýsingagátt um lífríki sjávar í Eyjafirði: Vefurinn var stofnsettur árið 2011 og er rekinn af SHA. Verkefnið var styrkt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar. Gefið var út skýrsla á árinu í samstarfi við Hafrannsóknastofnunina  með samantekt á rannsóknum á lífríki Eyjafjarðar. Samherji veitti SHA og Erlendi Bogasyni, atvinnukafara, veglegan styrk til rannsókna á hverastrýtunum í Eyjafirði.  vistey.is

<>< Verkefnamiðlunin: Vefsíðan var opnuð ár árinu í samstarfi við Sjávarklasann ehf. og aðra háskóla í landinu. Verkefnið var styrkt af Íslandsbanka og AVS. Vefsíðan tengir saman nemendur og fyrirtæki í sjávarútvegstengdum greinum með því að fyrirtæki auglýsa eftir nemendum í verkefnavinnu.   verkefnamidlun.is     Lokaskýrsla

<>< Skelrækt – hagsmunasamtök skelræktenda: Starfsmaður SHA vann fyrir samtökin á árinu. Miðstöðin tók einnig þátt í verkefni um söfnun kræklingalirfa í samstarfi við fjölda minni rannsóknamiðstöðva í kringum landið. Verkefnið var styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins. SHA er einnig í samstarfi við  nokkra kræklingaræktendur um tilraunaveiðar á báruskel og sandskel, farinn var einn rannsóknaleiðangur á árinu.  

<>< Afli á Íslandsmiðum: Verkefnið er í samstarfi við University of British Columbia og fólst í því að safna saman og greina upplýsingar um allan afla á Íslandsmiðum, gögn eru nýtt við seaaroundus verkefnið.  seaaroundus.org

<>< Becromal – Stöðumat umhverfismála: SHA og RHA unnu skýrslu fyrir Becromal á árinu þar sem greind voru áhrif frárennslis frá verksmiðjunni á lífríki sjávar.

<>< Nýting á sundmögum: Verkefnið var klárað á árinu og fólst í að þróa vinnsluaðferð á sundmögum til markaðsetningar í Kína og Hong Kong. Verkefnið var styrkt af AVS og var í samvinnu við Samherja.  Verkefnið er lokað

<>< Nordmarine, fagnet um málefni strand og hafsvæða á norðurslóðum: SHA leiðir fagnetið og er helst verkefni þess nú að leiða samstarf norðlægra háskóla sem eru með sjávarútvegstengt nám. Fyrsti fundurinn í þessu verkefni var haldinn í Tromsö í október. Fundinn sóttu fulltrúar frá háskólunum í Tromsö, Bodö, Turku, Þórshöfn í Færeyjum, St. Johns í Nýfundnalandi og Fairbanks í Alaska. Styrkir til þess verkefnis fengust hjá Norrænu ráðherranefndinni og samvinnusjóði á vegum norska og íslenska utanríkisráðuneytisins. Á vegum fagnetsins var einnig sóttur fundur PAME í Stokkhólmi í mars.

<>< FAO - Price Linkages and Factors that Determine Prices and Margins throughout the Value-Chain. Lokið var við alþjóðlegt verkefni sem fólst í greiningu á virðiskeðju íslensks sjávarútvegs.

<>< Kynningarefni fyrir fiskeldi Samherja. Gefin var út kynningabók um fiskeldi Samherja á Íslandi sem notuð er til markaðsetningar á íslenskri bleikju í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. 

<>< Sumarverkefni nemenda: SHA vann með nemendum í sjávarútvegsfræðum að ýmsum verkefnum sumarið 2012. Bæði tengdist það verkefnum miðstöðvarinnar sem talin eru upp hér að ofan og einnig sjálfstæðum verkefnum að frumkvæði nemenda.

Vinnsla á hrognum úr villtum laxi Reynir Friðriksson -  Verkefnið er lokað
Roðsnakk Reynir Friðriksson -  Verkefnið er lokað
Fullvinnsla á lifur Snorri Halldórsson -  Verkefnið er lokað
Þróun á sjávarútvegsspili xxx - Styrkur frá Vinnumálastofnun
Menntavitinn, kynningarsíða         Bjarni Eiríksson
Þorskbeinagrind fyrir Marel Guðbjörg Jónsdóttir -  Lokaskýrsla

Verkefnið er lokað


Verkefni 2011

<>< Efling nám í sjávarútvegsfræðum: Verkefninu lauk á árinu.  Lokaskýrsla  og Viðauki við lokaskýrslu

<><   Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg: Rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.  fisheries.is

<>< Grunnskólar Akureyrar: Kennsla á skólaskipinu Húna II.

<>< Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-FTP): Umsjón lokaverkefna. Skipulagning og móttaka árlegrar tíu daga heimsóknar nemanda á norðurland. Heimsókn til Jamaica og Belize vegna undirbúnings að námskeiði í verkefnastjórnin þróunnarverkenfa (St. Lucia júní 2012).

<>< Vistey - upplýsingagátt um lífríki sjávar í Eyjafirði: Uppsetning og reglulega uppfærsla á vefsíðunni sem opnuð var á árinu. Verkefnið var styrkt af Vaxtarsamningi Eyjafjarðar.   vistey.is

<>< Nefnd um endurskoðun á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar: Starfsmenn SHA komu að vinnu nefndarinnar og var það unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.

<>< Skelrækt –hagsmunasamtök skelræktenda: Starfsmaður SHA vann fyrir samtökin á árinu.

<>< Ígulkeraveiðar í Eyjafirði (M.Sc. verkefni): Verkefnið var styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins og lauk á árinu.  Lokaskýrsla

<>< Veiðar á báruskel í Breiðafirði og Eyjafirði: Verkefnið er styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins og hófst undir lok árs.  Lokaskýrsla

<>< Nýting á skötuselslifur (M.Sc. verkefni): Samstarf um nýtingu á skötuselslifur við Suðurland, styrkt af Vaxtarsamning Suðurlands.

<>< Nýting á sundmögum: Verkefnið fellst í að þróa vinnsluaðferð á sundmögum til markaðsetningar í Kína og Hong Kong. Verkefnið er styrkt af AVS.

<>< Sjávartengd ferðamennska: Unnið var að alþjóðlegu samstarfsverkefni með Norðmönnum, Færeyingum og Grænlendingum um sjávartengda ferðamennsku, verkefnið var styrkt af NORA.

<>< Virðiskeðja sjávarútvegs á Íslandi: Tekið var saman fyrir Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO) yfirlit yfir þróun virðiskeðju sjávarútvegs á Íslandi. Verkefnið var styrkt af AVS.

<>< Erlend fiskveiðistjórnunarkerfi: Unnið var að því að taka saman yfirlit yfir helstu kerfi sem notuð eru til stjórnunar fiskveiða. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði HA.

<>< Kynningarefni fyrir landvinnslu Samherja. Gefin var út kynningabók um landvinnslu Samherja á Dalvík.

<>< Fagnet um málefni strand og hafsvæða á norðurslóðum: Var stofnað innan Háskóla Norðurslóðanna (University of the Arctic) í samvinnu SHA og Háskólaseturs Vestfjarða.

<>< IASSA ráðstefnan á Akureyri: SHA leiddi ásamt Háskólasetri Vestfjarða verkefnalotu um sjávarnytjar á norðurslóðum.


Verkefni 2010

<>< Efling náms í sjávarútvegsfræðum.  Langtímaverkefni

<>< Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg, rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. fisheries.is

<>< Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, skýrsla unnin fyrir nefnd um endurskoðun á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar: Höfundar: Stefán B. Gunnlaugsson, Ögmundur Knútsson og Jón Þorvaldur Heiðarsson. - Lokakýrsla

<>< Stytting ræktunartíma kræklings: Markmið verkefnisins var að þróa aðferð við áframræktun kræklingsins sem skilar uppskeru fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Sjávarútvegsmiðstöðin sá um mælingar sýna og úrvinnslu gagna í þessu verkefni. Auk miðstöðvarinnar koma að verkefninu Skelrækt (hagsmunasamtök skelræktenda), Matís, Hafró, RHA, Atlantsskel, Norðurskel og Nesskel.  - Lokaskýrsla

<>< Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (UNU-FTP): Umsjón lokaverkefna. Skipulagning og móttaka árlegrar tíu daga heimsóknar nemanda á norðurland.

 <>< Framhaldsnemar og sjávarútvegsnám: Höfundar: Hjördís Sigursteinsdóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir - Lokaskýrsla

<>< Sjávarútvegsfræðingar sem starfsmenn: Höfundur:  Hjördís Sigursteinsdóttir

<>< Ígulkeraveiðar í Eyjafirði (M.Sc. verkefni): Verkefnið var styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins og lauk á árinu.

<>< Samstarf um nýtingu á skötuselslifur (M.Sc. verkefni): Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Suðurlands.

<>< Grunnskólar Akureyrar: Kennsla á skólaskipinu Húna II.

<>< Háskólinn á Akureyri: Alþjóðlega sumarnámskeiðið „aquatic ecology“ var haldið í annað sinn í samstarfi við Turku University of Applied Sciences.

<>< Önnur rannsóknarverkefni: Fjórir nemendur í sjávarútvegsfræðum fengu sumarvinnu hjá Sjávarútvegsmiðstöðinni með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Allir unnu þeir verkefni um hugsanlegar vannýttar nytjategundir eða aukna verðmætasköpun við Ísland, sjá verkefni hér að neðan.

Sæbjúgnaveiðar á Íslandi Eyrún Elva Marinósdóttir
Veiðar, vinnsla og markaðir fyrir krabba við ísland Halldór Pétur Ásbjörnsson
Brynstirtla, veiðar, vinnsluaðferðir og markaðir Jón Benedikt Gíslason
Hættum að henda? Bjarni Eiríksson

 


 Verkefni 2009

<>< Efling náms í sjávarútvegsfræðum.  Langtímaverkefni

<>< Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg, rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. fisheries.is

<>< Stytting ræktunartíma kræklings: Markmið verkefnisins var að þróa aðferð við áframræktun kræklingsins sem skilar uppskeru fyrr en hefðbundin ræktunaraðferð. Sjávarútvegsmiðstöðin sá um mælingar sýna og úrvinnslu gagna í þessu verkefni. Auk miðstöðvarinnar koma að verkefninu Skelrækt (hagsmunasamtök skelræktenda), Matís, Hafró, RHA, Atlantsskel, Norðurskel og Nesskel. 

<>< Framhaldsnemar og sjávarútvegsnám: Höfundar: Hjördís Sigursteinsdóttir og Sigrún Sif Jóelsdóttir - Lokakýrsla

<>< Grunnskólar Akureyrar: Kennsla á skólaskipinu Húna II. 


Verkefni 2008

<>< Efling náms í sjávarútvegsfræðum.  Langtímaverkefni

<>< Upplýsingaveita um íslenskan sjávarútveg, rekstur og ritstjórn vefgáttarinnar, verkefnið er unnið fyrir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.  fisheries.is

<>< Verum klár - borðum fisk, fræðsluefni um hollustu sjávarfangs: Höfundur Þórunn Guðlaugsdóttir. - Lokaskýrsla

<>< Grunnskólar Akureyrar: Kennsla á skólaskipinu Húna II. 


Eldri verkefni

<>< Stoðgreinar útgerðar og fiskvinnslu: Höfundur: Hjördís Sigursteinsdóttir.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu