Valmynd Leit

Buddy system

Buddy system Alþjóðaskrifstofu HA og FSHA - Tengiliður við erlenda skiptinema

Vilt þú eignast alþjóðlegan vinahóp og bæta tungumálakunnáttu þína?
Skráðu þig með því að senda tölvupóst á
runarg@unak.is

Það að vera tengiliður erlends skiptistúdents (buddy) getur bæði verið gefandi og skemmtilegt og er því upplagt tækifæri fyrir alla stúdenta, sérstaklega þá sem leggja stund á erlend tungumál eða þá sem hafa sjálfir hug á að fara í skiptinám eða kynnast fólki frá öðrum menningarsvæðum.

Hlutverk tengiliðs er að vera skiptistúdentum innan handar við komu til landsins, aðstoða við hagnýt atriði, kynna félagslíf, aðstoða við að kynnast og aðlagast nýju umhverfi og koma í veg fyrir félagslega einangrun.

Dæmi:

  • Móttaka á flugvelli eða við rútu
  • Umsókn um kennitölu hjá Þjóðskrá og innritun í námskeið við HA
  • Kynna háskólasvæðið, strætisvagnakerfi, helstu matvöruverslanir, sundlaugar, íþróttahús
  • Vera til taks ef á þarf að halda
  • Hafa frumkvæði að því að hafa samband og bjóða fram aðstoð og félagsskap
  • Kynna félagslíf HA

Alþjóðaskrifstofa og FSHA mun standa fyrir skemmtilegum viðburðum fyrir skiptistúdenta og tengiliði þeirra, auk þess sem tengiliðir eru velkomnir á viðburði sem skipulagðir eru sérstaklega fyrir erlenda stúdenta svo sem ferðir, partí, jólahlaðborð og Þorrablót.

Það að vera tengiliður/ vinur skiptinema er verkefni sem aðstoðar skiptinema við að aðlagast íslensku samfélagi og gefur tengiliðum færi á að kynnast fólki frá öðrum löndum. Ef þig langar að bæta tungumálakunnáttu þína, getur þú óskað eftir skiptistúdent frá ákveðnu landi. Því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá nemendur sem hyggjast stunda skiptinám, sem og annað nám erlendis í náinni framtíð, til að hefjast handa við að slípa viðkomandi tungumál.

Í byrjun september munum við byrja veturinn á einhverjum hressleika sem endar með grilli og bjórkvöldi. Þetta gefur þér færi á að kynnast skiptinemunum sem og öðrum tengiliðum við mjög skemmtilegar aðstæður. Alþjóðaskrifstofa og FSHA, mun svo standa fyrir fleiri skemmtilegum viðburðum í vetur og verður það tilkynnt nánar síðar.

Verkefnið er stór þáttur í aðlögun skiptistúdentanna að háskólasamfélaginu og að íslensku samfélagi almennt.

Í ár viljum við getað veitt öllum skiptistúdentum tengilið og er þátttaka þín því mikils metin! Skráning fer fram með því að senda alþjóðafulltrúa HA tölvupóst á runarg@unak.is en það er einnig hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda alþjóðafulltrúa línu. 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu