Valmynd Leit

Brautskráning

Það tímabil sem nemandi hefur til að skrá sig í útskrift í júní er frá janúar til mars. Sú skráning er rafræn á Uglu innri vef háskólans. Það er mikilvægt að nemendur skoði hvort þeir standist allar þær kröfur sem gerðar eru til útskriftar áður en þeir skrá sig. Útskriftarathöfn er haldin hátíðleg í júní á hverju ári.

Við brautskráningu hljóta nemendur útskriftarskírteini, tvö afrit af námsferli viðkomandi (á íslensku og ensku) auk skírteinisviðauka (Diploma Supplement). Skírteinisviðaukinn er gefinn út á íslensku og útbreiddu evrópsku máli (ensku) og er afhent endurgjaldslaust til allra nemenda við brautskráningu. Skírteinisviðaukinn er lýsing á því námi sem nemandinn hefur lokið auk stuttrar lýsingar á íslenska menntakerfinu og uppbyggingu þess. Almennt eru nemendur beðnir um að skila inn skírteinisviðauka þegar sótt er um skólavist hjá erlendum háskólum.

Smelltu hér til að skoða sýnishorn af skírteinisviðauka á ensku

 
Háskólinn á Akureyri fékk árið 2012 Diploma Supplement vottun (DS Label) en það þýðir að skírteinisviðaukinn sem stúdentar háskólans fá við brautskráningu er skv. fyrirmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commisson). Viðaukanum er ætlað að veita hlutlægar upplýsingar um námið í HA, bæta alþjóðlegt „gegnsæi" og stuðla þannig að viðurkenningu náms frá HA hjá menntastofnunum alþjóðlega og á vinnumarkaði.

Það er viðurkenning fyrir háskólann að fá þessa vottun (DS Label) en formleg afhending hennar fór fram í Kaupmannahöfn 8. maí 2012 í tilefni af 25 ára afmæli ERASMUS áætlunarinnar.

Nánari upplýsingar um Diploma Supplement má finna hér.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. +354 460 8000 / f: +354 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu