Valmynd Leit

Innritunar- og skrásetningargjald

Inntökuskilyrði
Nemendur sem hefja grunnnám skulu hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Nemendur­ sem hefja framhaldsnám skulu hafa lokið bakkalárprófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi. Til viðbótar benda fræðasvið háskólans umsækjendum á undirbúning sem er mikilvægur til að standast þær kröfur sem gerðar eru. Inntökuskilyrðum er nánar lýst í hér.

Umsóknarfrestur 5. júní
Umsóknarfrestur um grunn- og framhaldsnám, jafnt staðar-, fjar- og lotunám er til 5. júní. 

Rafrænar umsóknir
Sótt er rafrænt um nám á vef háskólans, www.unak.is. Þegar rafrænni umsókn er lokið fær umsækjandi veflykil og getur fylgst með framgangi umsóknarinnar. Athugið að svar við umsókn er einungis rafrænt.

Fylgigögn með umsókn
Skila þarf staðfestu ljósriti úr framhaldsskóla (ljósrit/afrit með bláum stimpli og undirritun) af öllu stúdentsprófsskírteininu og/eða öðrum sambærilegum prófskírteinum. Sérstök fylgigögn þarf vegna umsókna um framhaldsnám, sjá nánar á vef háskólans, www.unak.is.

Skrásetningargjald er 75.000 kr. sem greiðist með greiðsluseðli í netbanka fyrir 10. júlí. Eftir þann tíma reiknast 15% álag á skrásetningargjaldið og sé það ekki greitt fyrir 10. ágúst er litið svo á að umsækjandi hafi afþakkað boð um skólavist háskólaárið 2014-2015. Skrásetningargjald er óafturkræft.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. +354 460 8000 / f: +354 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu