Valmynd Leit

Öryggismál

Slysaskráning
Slys á vinnustað ber að tilkynna til Vinnueftirlits skv. Vinnuverndarlögum. Sjá skilgreiningu í lögunum hér.   
Rafrænt eyðublað til útfyllingar er að finna á vef Vinnueftirlitsins.
Öryggisnefnd HA aðstoðar fólk við að fylla út eyðublaðið ef með þarf og að koma því til skila. Alltaf skal upplýsa öryggisnefndina um slys á vinnustaðnum, netfang umsjon@unak.is eða olibui@unak.is.

Atvikaskráning
Háskólanum á Akureyri og öðrum stofnunum er skylt að halda utan um atvik og smávægileg óhöpp sem ekki falla undir slysaskilgreininguna, einnig atvik þar sem lá við slysi en varð ekki af. Hægt er að fylla út rafrænt tilkynningareyðublað og tilkynna slík atvik sem eiga sér stað á háskólasvæðinu. Viðkomandi tilkynning berst öryggisnefnd HA sem mun svo fjalla um málið og meta hvort slíkar tilkynningar gefi vísbendingar um þörf á úrbótum. Rafrænt eyðublað til útfyllingar.

Rýming húsnæðis ef vá ber að höndum
Í hverri kennslustofu á Sólborg er uppdráttur, þar sem bent er á næstu útgönguleiðir. Komi til þess að rýma þurfi húsnæðið í skyndi vegna hættuástands ber starfsmönnum og nemendum að safnast saman á tilgreindum svæðum utanhúss. Þessi safnsvæði eru merkt í rýmingaráætlun.

Nefndin vekur einnig athygli á að á innri vef hafa starfsmenn aðgang að ýmsum gögnum frá öryggisnefnd, þ.m.t. fræðsluefni og fundargerðum.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu