Valmynd Leit

Umhverfismál

Umhverfismál við HA

Við Háskólann á Akureyri er starfað samkvæmt sérstakri umhverfisstefnu og frá og með 1. apríl 2009 hefur allt sorp verið flokkað innan stofnunarinnar. Samhliða umhverfisstefnunni hefur verið samþykkt samgöngustefna en hún er stefnumótandi og lýsir því hvernig háskólinn sér fyrir sér framtíð samgöngumála við stofnunina sem lið af umhverfisvernd.

Flokkun á rusliFlokkunarkerfi í HA
Í HA er rusl flokkað!  Flokkunin skal vera sem hér segir:

1. Pappír og sléttur pappi
2. Skilagjaldskyldar umbúðir
3. Plast
4. Fernur og pappamál
5. Almennt heimilissorp
6. Lífrænt heimilissorp

Starfsfólk og nemendur eru vinsamlega beðin um að flokka rusl sitt í þar til gerðar flokkunarstöðvar sem komið hefur verið upp á nokkrum stöðum á göngum HA. Hver stöð er vel merkt svo enginn vafi leiki á um hvað skal setja í hvert ílát.
Ath. að ekki eru ruslafötur í kennslustofum og fundarherbergjum.

Pappír er einnig hægt að setja í pappabox sem eru við allar ljósritunarvélar og prentara í byggingum HA.
Bylgjupappa má skilja eftir við flokkunarstöðvar og pappabox fyrir pappír.

Kynning á sorphirðu.

GrænfáninnGrænfáninn

Háskólinn á Akureyri er fyrsti háskóli landsins til að hljóta Grænfánann fyrir góða umhverfisvitund og var hann formlega afhentur háskólanum við formlega athöfn 16. september 2013.

Markmið Grænfánaverkefnisins eru  að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

Nánar má lesa um verkefnið inn á heimasíðu Landverndar.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu