Valmynd Leit

Norđurslóđamálefni

Stefna HA er að vera framsækinn kennslu- og rannsóknarháskóli sem leggur áherslu á kennslu og rannsóknir
sem standast alþjóðleg viðmið. Lögð er áhersla á kennslu og rannsóknir sem tengjast íslensku samfélagi og
atvinnulífi, auk þeirrar sérstöðu sem skólinn hefur á fræðasviðum tengdum norðurslóðum.

HA er alþjóðlegur háskóli þar sem viðmið í rannsóknum og kennslu eru alþjóðleg. HA leggur ríka áherslu á samstarf við háskóla á norðurslóðum og er m.a. stofnmeðlimur í University of the Arctic, samstarfsneti háskóla á norðurslóðum, en í gegnum það samstarf er t.d. nemendaskiptaáætlunin North2North. Með þessari stefnu hefur HA skapað sér sérstöðu á innlendum og erlendum vettvangi sem viðurkennd miðstöð kennslu og rannsókna á fræðasviðum tengdum norðurslóðum.

Við HA er einnig starfrækt Heimskautaréttarstofnunin, en hún er sjálfstæð rannsóknar- og fræðslustofnun.

Á síðunum hér til hliðar gefur að líta upplýsingar um Nansen-prófessorstöðu í norðurslóðafræðum við háskólann, Norðurslóðanet Íslands sem HA er stofnaðili að og hinar ýmsu stofnanir um norðurslóðamál, auk upplýsinga um nám tengt norðurslóðum við HA. 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu