Valmynd Leit

Samstarf

Eitt af megin hlutverkum Háskólans á Akureyri er að afla þekkingar og miðla henni til samfélagsins. Háskólanum er bæði ljúft og skylt að rækta það hlutverk sitt með samstarfi við fjölmarga aðila innan og utan háskólasamfélagsins. Um er að ræða samstarf af ýmsum toga allt frá því að eiga samskipti við Góðvini Háskólans á Akureyri sem eru samtök brautskráðra nemenda yfir í það að starfa með fyrirtækjum sem vilja taka þátt í eflingu vísindalegrar þekkingar með styrkjum, faglegu innleggi eða annars konar samstarfi. Háskólinn á Akureyri á einnig í erlendu rannsókna-, nemenda-og kennaraskiptasamstarfi. Með auknu framboði á námi í fjarnámi hefur samstarf við sí-og endurmenntunarstöðvar víða um land aukist. Háskólinn á Akureyri miðlar þekkingu og á í góðri samvinnu við öll skólastig innan skólabæjarins Akureyri.

Að lokum má nefna samstarf opinberu háskólanna sem hófst með formlegum hætti í ágúst 2010. Markmið verkefnisins eru í fyrsta lagi efling íslenskra háskóla, kennslu og rannsókna, í öðru lagi aukin hagkvæmni í rekstri háskóla og í þriðja lagi að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu. Verkefnið hefur einnig gengið undir heitinu "háskólanetið". Aðilar að verkefninu eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli-Háskólinn á Hólum. Meðal þess sem komið hefur verið á fót er svokallað gestanám milli opinberu skólana, meira um það hér.

Nemendur

Skólar

Setur og stofnanir

Erlent samstarf

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         ""unak@unak.is         S. 460 8000 

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu