Valmynd Leit

Ađ námi loknu

Raunvísindanám innan viðskipta- og raunvísindasviðs er einstakt hér á landi, hagnýtt og með áherslu á tengingu við viðskiptahlið væntanlegs starfsvettvangs að námi loknu jafnframt því að gerðar eru strangar kröfur til hins fræðilega hluta á hverju sviði. Auk þess sem boðið er upp á vandað, fjölbreytt, yfirgripsmikið og hagnýtt nám á raunvísindabrautum innan sviðsins er þrennt sem öðru fremur gerir raunvísindanám við viðskipta- og raunvísindadeild sérstakt og eftirsóknarvert.

  • Í boði er nám sem ekki býðst við aðra háskóla hér á landi.
  • Mikið og gott samstarf er við fyrirtæki og rannsóknastofnanir og námið þannig beintengt atvinnulífinu og raunverulegum viðfangsefnum.
  • Áhersla er á að tengja námið við viðskiptagreinar; hagfræði, markaðsfræði og stjórnun, og nemendur þannig gerðir enn hæfari til að fást við margvísleg verkefni að námi loknu.

Með fjölbreyttri og yfirgripsmikilli þekkingu taka brautskráðir nemendur frá Háskólanum á Akureyri sér stöðu í fremstu röð.

Nám í auðlindafræðum við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri er í senn hagnýtt og fræðilegt og byggir góðan grunn jafnt fyrir þá nemendur sem vilja fara beint út í atvinnulífið að loknu þriggja ára BS námi og þá nemendur sem hafa hugsað sér að fara í framhaldsnám við HA  eða aðra skóla. Markmið námsins er að búa nemendur undir störf og framhaldsnám í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi.

Námið byggir að nokkru leyti á námi sem áður var kennt í sjávarútvegsdeild HA. Nemendur frá sjávarútvegsdeildinni starfa nú margir hjá fyrirtækjum sem flest eru í daglegum tengslum við alþjóðlegt umhverfi, eða starfa erlendis. Þverfræðileg þekking nemendanna hefur verið eftirsótt hjá fyrirtækjum innan og utan sjávarútvegsins. Brautskráðir nemendur hafa þannig ráðist til starfa hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, fjármálastofnunum, tölvufyrirtækjum og ýmsum þjónustufyrirtækjum.

Nám í núverandi auðlindafræðum býður einnig upp á marga starfsmöguleika, til dæmis stjórnunarstörf í sjávarútvegi; störf við fiskeldi og rekstur fiskeldisfyrirtækja; störf við ráðgjöf og umhverfisstjórnun hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum; störf sem tengjast matvælavinnslu, auðlindanýtingu og framleiðsluferli líftækniafurða.

Nemendur hafa mikla möguleika í atvinnulífinu vegna þekkingar sinnar á raun- og viðskiptagreinum. Brautskráðir nemendur geta nýtt sér áunna þekkingu til að stofna eigin rekstur og stuðla að atvinnusköpun í landinu. Nám í auðlindadeild er traustur grunnur, hvort sem fólk hyggst hasla sér völl í atvinnulífinu eða fara í frekara nám.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu