Valmynd Leit

Rannsóknartengt meistaranám í auđlindafrćđum MS

Nemendur í auðlindafræði. Mynd: Daníel Starrason.Auðlindafræði er safnheiti yfir hvers kyns vísindi er lúta að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Hér er því um að ræða þverfaglegt fræðasvið þar sem saman koma raunvísindi, náttúrufræði, hagfræði og viðskiptafræði. Auk bakkalárnáms í líftækni, sjávarútvegsfræðum og umhverfis­ og auðlindafræðum býður raunvísindadeild HA upp á rannsóknartengt meistaranám í auðlindafræðum þar sem nám er sniðið að einstökum nemendum og rannsóknarverkefnum.

Námsgráðan
Þeir sem ljúka rannsóknartengdu meistaranámi í auðlindafræðum hljóta lærdómstitilinn Magister Scientiarum í auðlindafræðum (natural resource sciences). Námið veitir góðan undirbúning undir ýmis sérfræðistörf á sviðum sem tengjast rannsóknarverkefninu, auk aðgangs að doktorsnámi á tengdum fræðasviðum við jafnt innlenda sem erlenda háskóla.
Meðal starfa að námi loknu má nefna rannsóknarstörf í líftæknifyrirtækjum, sérfræðistörf á rannsóknarstofnunum, verkfræðistofum o.fl. auk kennslu og rannsókna í háskólum.

Uppbygging námsins
Skipulag meistaranáms í auðlindafræðum er á margan hátt ólíkt því sem gildir á bakkalárstigi. Til að mynda er ekki fyrirliggjandi ákveðin námskrá meistaranáms, heldur er námið einstaklingsmiðað þannig að hver nemandi fylgir eigin námskrá sem er sérsniðin að þörfum hans og þess rannsóknarverkefnis sem hann vinnur að á námstímanum. Meðal fyrstu verkefna meistarakandídatsins er að velja sér námskeið úr kennsluskrám HA og samstarfsstofnana hans í náinni samvinnu við aðalleiðbeinanda sinn. Meistaranámsnefnd viðskipta­ og raunvísindasviðs tryggir að hin einstaklingsmiðaða námskrá standist ýtrustu gæðakröfur.

Rannsóknarverkefnið
Rannsóknarverkefnið er stærsti hluti námsins og er ýmist 60 eða 90 ECTS einingar að umfangi. Verkefnið vinnur nemandinn undir handleiðslu eins af sérfræðingum skólans, en auk aðalleiðbeinanda eru einnig kallaðir til einn til tveir ráðgefandi sérfræðingar, gjarnan utan skólans, sem tryggja að verkefnið standist alþjóðlegar gæðakröfur. Verkefninu lýkur með opinni vörn og skilum meistararitgerðar sem að jafnaði er rituð á ensku.

Erlend tengsl
Að öllu jöfnu taka meistaranemar í auðlindafræðum hluta náms síns við erlenda háskóla eða aðrar samstarfsstofnanir, gjarnan í formi náms­ og starfsdvalar á virtri rannsóknarstofu á sviði nátengdu rannsóknarverkefninu. Í sumum tilvikum eru einnig tekin námskeið við erlenda háskóla. Þetta fyrirkomulag tryggir nemendum aðgengi að hinu alþjóðlega rannsóknarsamfélagi.


"Námið er allt í senn krefjandi, áhugavert og persónulegt. Þverfagleiki námsins gerði það að verkum að eftir nám buðust mér mjög fjölbreytilegir starfsmöguleikar."

Arnheiður Rán Almarsdóttir
framkvæmdastjóri MýSköpunar

.

  Arnheiður Rán Almarsdóttir.

 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu