Valmynd Leit

Rannsóknarađstađa

Rannsóknaaðstaða og tækjabúnaður
Nám í auðlindafræðum er að stórum hluta til raunvísindatengt og því er aðstaða til rannsókna og verklegs náms afar mikilvægur þáttur í umhverfi jafnt nemenda sem kennara.

Rannsóknahúsið Borgir
Með tilkomu Borga, nýja rannsókna- og nýsköpunarhúss Háskólans, sem tekið var í notkun í október 2004, stórbatnaði öll rannsóknaraðstaða og verkleg kennsla raungreina innan deildarinnar.  Inn í rannsóknarhúsið, sem er 5,500 m2 að flatarmáli (seinni áfangi aðrir 2,000 m2), fluttu einnig margar samstarfsstofnanir auðlindadeildar, m.a. útibú Hafrannsóknarstofnunar (Hafró), en auk þess Akureyrarútibú Náttúrufræðistofnunar, Umhverfisstofnunar, jarðeðlisfræðisvið Veðurstofu Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, og fleiri stofnanir. Samstarf þessara stofnana og annarra í rannsóknahúsinu myndar nú sterkan þekkingargrunn (vísindagarð), og býður upp á góða aðstöðu til kennslu og rannsókna á öllum sviðum auðlindamála.

Rannsóknastofur
Í húsinu er að finna fullkomnar og vel tækjum búnar rannsóknastofur og sérútbúnar kennslustofur til verklegs náms á hinum ýmsu sviðum auðlindafræðanna, svo sem lífvísindum, efnafræði, eðlisfræði og jarðvísindum. Einnig er rannsóknaaðstaða við samstarfsstofnanir auðlindadeildar í Borgum, m.a. fiskeldisdeild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Akureyrarútibú Hafrannsóknastofnunar, Akureyrarútibú Náttúrufræðistofnunar Íslands, og Rannsóknarútibú Veðurstofu Íslands við háskólann. Háskólinn er jafnframt í nánu rannsóknasamstarfi við Matvælasetur HA og Líftækninet í auðlindanýtingu, bæði með aðstöðu í Borgum. 

Rannsóknatæki
Auk almenns rannsóknastofutækjakosts hefur Háskólinn yfir að ráða ýmsum sérhæfðum rannsóknatækjum sem nýtast við rannsókna- og þróunarvinnu sérfræðinga á auðlindasviði, en nemendur koma mjög að slíkri vinnu á síðari stigum námsins. Meðal sérhæfðra rannsóknatækja má nefna tæki til sameinda- og kerfalíffræðilegra rannsókna, svo sem DNA raðgreini (sequencer), pólýmerasakeðjuhvarfs (PCR)-tæki og tæki til tvívíðs rafdráttar (2D-PAGE) prótína, tæki til sérhæfðra efnagreininga, svo sem gasskilju (gas chromatograph), háþrýstivökvaskilju (HPLC), og röntgenflúrljómunarrófgreini (XRF). Nemendur í auðlindafræðum njóta fyrsta flokks aðstöðu til náms, verkefnavinnslu og rannsókna. Samstarf við fyrirtæki og stofnanir tryggir þeim jafnframt aðgang að sérfræðingum á öllum fræðasviðum brautanna.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu