Valmynd Leit

Umsókn um mat á fyrra námi

Stúdentar sem lokið hafa námskeiðum á háskólastigi, sem eru sambærileg við þau námskeið sem í boði eru við viðskipta- og raunvísindasvið HA, geta óskað eftir því að fá námskeiðin metin.

Sótt er um mat á fyrra háskólanámi á sérstöku umsóknareyðublaði (hér) og skal því skilað til skrifstofu viðskipta- og raunvísindasviðs ásamt fylgigögnum fyrir 15. júní og 1. október (fyrir haustmisseri) og 15. desember og 1. febrúar (fyrir vormisseri).

Gögn sem þarf að leggja fram:

  1. Útfyllt umsóknareyðublað þar sem fram kemur hvaða námskeið fá fyrra námi umsækjandi sækir um að fá metin og nöfn námskeiða sem eru sambærileg í náminu við HA
  2. Staðfest afrit af námsferli frá viðkomandi háskóla þar sem fram kemur númer og heiti námskeiða, einingavægi þeirra (ECTS) og einkunnir stúdents
  3. Námskeiðslýsingar og/eða kennsluáætlanir og bókalistar frá viðkomandi háskóla frá því ári sem námskeiðin voru tekin

Umsækjendur geta ekki búist við því að fá metin námskeið sem tekin voru fyrir meira en 5 árum nénámskeið með lægri einkunn en 6 (6,5 ef verið er að meta stök námskeið frá Símenntunar- og/eða endurmenntunarmiðstöðvum)

Ekki er hægt að meta námskeið sem eru færri en 6 ECTS einingar.

Mat á fyrra háskólanámi inn í viðskipta- og raunvísindasvið getur aldrei numið meiru en 120 ECTS einingum.

Sé óskað mats á námskeiði sem notað var til eininga við aðra háskólagráðu, sem lokið er með lágmarkseiningafjölda er heimilt að veita undanþágu frá skráningu í námskeiði, en engu að síður þarf nemandi að ljúka fullum einingafjölda.

Séu einingar sem teknar voru umfram lágmarkseiningafjölda vegna háskólagráðunnar má þó að hámarki meta einingar til jafns við umframeiningar gráðunnar.

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu