Valmynd Leit

Framhaldsnám í viđskiptafrćđi MS


2 ára nám, 120 ECTS einingar

Nemendur í viđskiptafrćđi viđ Háskólann á Akureyri. Mynd: Auđunn Níelsson.Rannsóknartengt meistaranám í viđskiptafrćđum er 120 ECTS eininga nám sem er á margan hátt ólíkt ţví sem gildir á bakkalárstigi. Til ađ mynda er ekki fyrirliggjandi ákveđin námskrá meistaranáms, heldur er námiđ einstaklingsmiđađ ţannig ađ hver nemandi fylgir eigin námskrá sem er sérsniđin ađ ţörfum hans og ţess rannsóknarverkefnis sem hann vinnur ađ á námstímanum. Međal fyrstu verkefna meistaranemans er ađ velja, í náinni samvinnu viđ ađalleiđbeinanda sinn, námskeiđ úr kennsluskrám HA eđa samstarfsstofnana. Meistaranámsnefnd viđskipta- og raunvísindasviđs tryggir ađ hin einstaklingsmiđađa námskrá standist ýtrustu gćđakröfur.

Námiđ skiptist í rannsóknarverkefni sem getur veriđ 60 eđa 90 ETCS einingar og ţví eru námskeiđ 30 til 60 ECTS einingar. Ađ lágmarki skal nemandi ljúka námskeiđum sem samsvara 30 ECTS einingum og ţar af hiđ minnsta 10 ECTS einingum í rannsóknarađferđum. Önnur námskeiđ skal nemandi taka viđ HA eđa samstarfsstofnanir. Einnig er mögulegt ađ nemandi taki lesnámskeiđ í samráđi viđ ađalleiđbeinanda sinn og meistaranefnd.

Rannsóknarverkefniđ

Rannsóknarverkefniđ er stćrsti hluti námsins og er ýmist 60 eđa 90 ECTS einingar ađ umfangi. Verkefniđ vinnur nemandinn undir handleiđslu eins af sérfrćđingum skólans. Auk ađalleiđbeinanda eru kallađir til einn til tveir ráđgefandi sérfrćđingar, gjarnan utan skólans, sem tryggja ađ verkefniđ standist alţjóđlegar gćđakröfur. Verkefninu lýkur međ opinni vörn og skilum meistararitgerđar sem ađ jafnađi er rituđ á ensku.

Samstarfsstofnanir

Samstarfsstofnanir viđskiptadeildar HA í meistaranáminu eru m.a. Háskóli Íslands, Rannsóknamiđstöđ Háskólans á Akureyri og Rannsóknarmiđstöđ ferđamála.

Erlend tengsl

Ađ öllu jöfnu taka meistaranemar í viđskiptafrćđum hluta náms síns viđ ađra háskóla eđa ađrar samstarfsstofnanir, gjarnan í formi náms- og starfsdvalar. Í sumum tilvikum eru einnig tekin námskeiđ viđ erlenda háskóla. Ţetta fyrirkomulag tryggir nemendum ađgengi ađ hinu alţjóđlega rannsóknarsamfélagi.

Inntökuskilyrđi

Almenn krafa er ađ umsćkjendur hafi lokiđ BS-námi í viđskiptafrćđum viđ viđurkennda háskóla, ađ jafnađi međ fyrstu einkunn. Einnig verđur litiđ til starfsreynslu viđ val á nemendum. Sjávarútvegsfrćđingar sem hafa lokiđ fjögurra ára BS-námi geta einnig fengiđ inngöngu. Ţeir sem lokiđ hafa bakkalárgráđu í öđru námi viđ viđurkennda háskóla ţurfa ađ hafa lokiđ 66 ECTS eininga kjarnanámskeiđum í viđskiptafrćđum til ađ geta hafiđ meistaranám í viđskiptafrćđum viđ deildina.

 

 

"Meistaranámiđ í HA var vel upp byggt, hópurinn góđur og námiđ skemmtilegt. Ţađ hefur nýst vel í ţeim fjölmörgu verkefnum sem mađur fćst viđ dags daglega í mínu starfi."

Björn Gíslason
rekstrar- og verkefnastjóri hjá Stefnu hugbúnađarhúsi


 

  Björn Gíslason 

Námssviđ

Heilbrigđisvísindasviđ

Viđskipta- og Raunvísindasviđ

Fjarnám

Framhaldsnám

Hug- og félagsvísindasviđ

Rannsóknastofnanir

Háskólinn á akureyri

Norđurslóđ 2         600 Akureyri, Iceland         unak@unak.is         S. 460 8000 / f: 460 8999

Ekki missa af neinu

Fylgdu okkur eđa deildu