Reboot Hack, nýsköpunarkeppni háskólanema

Reboot Hack er nýsköpunarkeppni opin öllum háskólanemum og er fyrsta hakkaþonið sem er skipulagt af og fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu

Reboot Hack er fyrsta hakkaþon á Íslandi sem er fyrir nemendur og skipulagt af nemendum. Hakkaþon-ið sjálft verður haldið í Háskóla Íslands og er stefnt á að þátttakendur verði yfir 100 talsins, bæði frá Íslandi sem og öðrum þjóðum. 

Hakkaþon snúast ekki um að “hakka” heldur um að skapa. Hægt er að hugsa um hakkaþon sem uppfinningamaraþon eða hálfgerða blöndu af forritunarkeppni og nýsköpunarkeppni þar sem þátttakendur fá rými til þess að læra, hanna, byggja og skapa. Þátttakendur keppa saman í hópum og vinna í rúmlega 24 tíma að þróa hugmynd/tæknilausn algjörlega frá grunni. Afurðin getur verið í formi vefsíðu, smáforrits, smátækis eða hvernig tækni sem er, ímyndunaraflið fær að ráða ríkjum ásamt tiltækum hjálpartólum. Reboot hack er skipulagt af nemendum fyrir nemendur þeim að kostnaðarlausu.

Við hvetjum nemendur til að hópa sig saman í bíla og taka þátt! Það er bæði hægt að fara á hakkaþonið einn og finna fjölbreytta hópfélaga á staðnum eða mynda lið. Reboot Hack býður nemendum sem koma langt að ferðastyrki, en hægt er að sækja um og fá ítarlegri upplýsingar hér.   

Skráning og nánari upplýsingar má finna hér.

Karen Jónasdóttir (karenjonasd@outlook.com) er tengiliður HA og hægt er að hafa samband við hana ef ykkur vantar upplýsingar eða viljið hópa ykkur saman í bíla.