Stafrænt gagnaþon fyrir umhverfið 2020

Nýsköpunarkeppni

Gagnaþon fyrir umhverfið er nýsköpunarkeppni opin öllum. Tilgangur þess er að auka sýnileika opinna gagna, finna lausnir fyrir umhverfið, efla tengslanet þátttakenda og ýta undir nýsköpun í samræmi við Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland.

Þátttakendum býðst að vinna úr gögnum hinna ýmsu stofnana með lausnir fyrir umhverfið að leiðarljósi.

Veitt verða verðlaun í eftirfarandi flokkum:

  • Besta gagnaverkefnið - 750.000 kr.
  • Endurbætt lausn - 450.000 kr.
  • Besta hugmyndin - 200.000 kr.

Kynningarviðburður verður 6. ágúst. Nánari upplýsingar á facebook viðburði.

Hakkaþonið verður stafrænt!

Skráning fer fram hér.