Viðbúnaður Háskólans á Akureyri vegna Covid-19

Preparedness of UNAK in regard to Covid-19 in english.

Skipuð hefur verið neyðarstjórn rektors, framkvæmdastjóra og formanns öryggisnefndar. Þessi hópur mun hittast reglulega þar sem staðan verður metin og tilkynningar sendar út eins og þurfa þykir. Munu allar nýjustu upplýsingar birtast hér að neðan.

Stúdentar og starfsfólk Háskólans á Akureyri eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum Landlæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins.

Núverandi staða:

 • Kennsla fer að langmestu leyti fram með rafrænum hætti á haustmisseri.
 • Byggingum HA hefur verið skipt niður í sóttvarnarhólf. Samgangur á milli hólfa er einungis ef brýna nauðsyn ber til.
 • Höfuðáhersla er á einstaklingsbundnar sóttvarnir: nándarmörk, handþvott og sótthreinsun.
 • Nándarmörk eru að minnsta kosti 1 metri.
 • Mikilvægt er að einstaklingar haldi sig heima ef þeir finna fyrir einkennum. 
 • Stúdentar skulu eingöngu nota þau rými til náms sem skilgreind eru sem lesaðstaða stúdenta. Skipulagðar lotur fara fram í skilgreindum kennslu- og námshólfum. Stúdentar skulu nota andlitsgrímur öllum stundum á meðan dvalið er í þessum rýmum. 
 • Stúdentar skulu sækja þjónustu á deildarskrifstofur með rafrænum hætti. Fundir stúdenta og kennara skulu fara fram með rafrænum hætti eða innan námsrýmis, ef kennari og stúdent funda innan námsrýmis skulu báðir aðilar vera með andlitsgrímur. 
 • Förum öll í hvívetna eftir fyrirmælum almannavarna og landlæknis

Aðgerðir

 • Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til þess að forðast smit.
 • Við virðum sóttvarnarhólf, eins metra regluna og gefum fólki tækifæri á að hafa sitt rými. Tökum tillit til þess við bókun fundarrýma, fyrirlestra o.s.frv.  Gerum ætíð ráð fyrir því að einstaklingar sem veikir eru fyrir geti tekið þátt í okkar viðburðum hvort sem er á staðnum eða með rafrænum hætti.
 • Nýtum tæknina og höldum rafræna fundi með samstarfsfólki og stúdentum.
 • Starfsfólki er óhætt að byrja að auka viðveru sína á vinnustað en alltaf í samráði við sinn yfirmann þannig að tryggt sé að við séum að fylgja reglum almannavarna og ráðlegginum þríeykisins.
 • Stúdentar skulu eingöngu nota þau rými til náms sem skilgreind eru sem lesaðstaða stúdenta. Skipulagðar lotur fara fram í skilgreindum kennslu- og námshólfum. Stúdentar skulu nota andlitsgrímur öllum stundum á meðan dvalið er í þessum rýmum.
 • Stúdentar skulu sækja þjónustu á deildarskrifstofur með rafrænum hætti.
 • Fundir stúdenta og kennara skulu fara fram með rafrænum hætti eða innan námsrýmis. Ef kennari og stúdent funda innan námsrýmis skulu báðir aðilar vera með andlitsgrímur. 
 • Útprentaðar leiðbeiningar Landlæknis um hvernig dregið skuli úr sýkingarhættu eru uppi í húsnæði háskólans, bæði á Sólborg og Borgum.

Sóttvarnarhólf - Námshólf - Lesaðstaða

Meginmarkmið núverandi hólfaskiptingar er að halda kennslurýmum og starfsmannarýmum aðskildum.

 • Ætlast er til þess að engin fari á milli hólfa.
 • Samgangur milli hólfa er aðeins ef brýna nauðsyn ber til, t.d. vegna notkunar á tæknirýmum, viðhalds og eftirlits, og þá með auknum sóttvörnum (grímur og hanskar). 
 • Í hverju hólfi notast fólk eingöngu við snyrtingar innan þess hólfs.
 • Við höldum að minnsta kosti einum metra á milli fólks og sinnum handþvotti og sprittum reglulega til að lágmarka smithættu.
 • Miðað við að hámarki 200 manns í hverju hólfi.

Hólfum er skipt með eftirfarandi hætti:

Lesaðstaða STÚDENTA

 • Lesaðstaða í Miðborg
 • Lesrými fyrir ofan aðalinngang (Teppið)
 • Bókasafn
 • Rými á 2. hæð Borga
 • Stúdentar skulu nota andlitsgrímur öllum stundum á meðan dvalið er í lesaðstöðu
 • Athugið að ekki er heimilt að nota matsal til að læra

Kennslu- og námshólf

Húsnæði skólans verður nýtt til kennslu fyrir fámenna hópa í sérskipulagðri kennslu á hug- og félagsvísindasviði, klínískri kennslu á heilbrigðisvísindasviði og verklegri kennslu í rannsóknastofum á viðskipta- og raunvísindasviði.  

K2 - L - M –  N álmur. Kennslustofur/Fyrirlestrarsalir
Eingöngu snyrtingar í kjallara Miðborgar 

J álma. Verklegar kennslustofur
Eingöngu snyrtingar við mötuneyti

Votrými – Rannsóknastofur - Kennslustofur/kennslurými
Eingöngu snyrtingar á 1. og 2. hæð.

Stúdentar skulu nota andlitsgrímum öllum stundum á meðan dvalið er í kennslu- og námshólfum. Kennarar skulu nota andlitsgrímur við kennslu.

Andlitsgrímur

Andlitsgrímur eru aðgengilegar við alla helstu innganga skólans. Leiðbeiningar um rétta notkun á andlitsgrímum má finna hér

 • Stúdentar skulu nota andlitsgrímur öllum stundum á meðan dvalið er í náms- og kennslurými og lesaðstöðu. 
 • Kennarar skulu nota andlitsgrímur við kennslu og þegar þeir dvelja í náms- og kennsluhólfum.
 • Starfsfólk skal nota andlitsgrímur þegar það á í beinum samskiptum við stúdenta. 

Mötuneyti

 • Við minnum fólk á að nota ganga eingöngu til að fara frá sínu hólfi yfir í mötuneytið.  Ekki stoppa á göngum eða nota ganga fyrir skyndifundi.
 • Allir skulu þvo sér um hendur áður en þangað er haldið. Þá skulu allir sótthreisa sig við inngöngu í matsalinn, brúsar með sótthreinsi eru aðgengilegir við inngang.

Stúdentar

Stúdentar geta keypt sér forpakkaðan mat eða pantað bakkamat í hádeginu auk annarrar hressingar á opnunartíma. Athugið að bakkamat þarf að panta fyrir klukkan 10:00, sjá nánari upplýsingar í Uglu. Stúdentar geta snætt í mötuneyti en skulu gæta sérstaklega vel að sóttvörnum og forðast samneyti við aðra stúdentahópa og starfsfólk. Samkvæmt reglum ber að sótthreinsa borð milli matargesta. Matargestir eru því beðnir um að skilja drykkjarmál eftir svo greinilegt sé hvar þarf að sótthreinsa. 

Starfsfólk

Uppröðun í mötuneytinu tekur mið af því að 1 meter sé á milli matargesta. Ekki þarf að taka tillit til sóttvarnarhólfa. Samkvæmt reglum ber að sótthreinsa borð milli matargesta. Matargestir eru því beðnir um að skilja drykkjamál eftir svo greinilegt sé hvar þarf að sótthreinsa. Um leið sjá þeir sem koma að borðið er óhreint.

Hreinlæti og þrif

 • Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til þess að forðast smit. Mikilvægt er að þvo sér vel og reglulega með vatni og sápu, að því loknu er gott að nota handspritt.
 • Myndir með leiðbeiningum um handþvott hafa verið hengdar upp á öllum salernum, svo og á nokkrum öðrum áberandi stöðum.
 • Þrif á húsnæði hafa verið færð upp á næsta stig þar sem meðal annars er byrjað að sótthreinsa snertifleti á almenningsstöðum.

Einkenni / veikindi

 • Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti, t.d. vegna ferðalaga, hringi í síma 1700 og fái leiðbeiningar. Þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og komi alls ekki veikir í háskólann. Þetta á einnig við um þá sem eru í einangrun eða sóttkví.

Viðkvæmir hópar

 • Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem teljast til viðkvæmra hópa samkvæmt Landlæknisembættinu, kynni sér vel leiðbeiningar embættisins

Þjónusta

Nánari upplýsingar

 • Forsetar fræðasviða og/eða skrifstofustjórar miðla upplýsingum til stúdenta og starfsfólks sviðanna um sértækar aðgerðir er varða tiltekna hópa sérstaklega, s.s. stúdenta í klínísku námi og vettvangsnámi.
 • Allar ábendingar og fyrirspurnir skulu berast á rektor@unak.is.

Gagnlegar upplýsingar

Almennar leiðbeiningar
Upplýsingar fyrir stúdenta
Upplýsingar um Covid-19
Stöðuskýrsla Almannavarna
Landsáætlun vegna heimsfaraldra