Viðbúnaður Háskólans á Akureyri vegna Covid-19

Preparedness of UNAK in regard to Covid-19 in English

Skipuð hefur verið Neyðarstjórn rektors, framkvæmdastjóra og formanns öryggisnefndar. Þessi hópur mun hittast reglulega þar sem staðan verður metin og tilkynningar sendar út eins og þurfa þykir. Munu allar nýjustu upplýsingar birtast hér að neðan.

Stúdentar og starfsfólk Háskólans á Akureyri er minnt á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum Landlæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins og á Covid-síðu almannavarna.

Núverandi staða, síðan var uppfærð 28. maí 2021

 • Háskólinn er nú skilgreindur sem eitt sóttvarnarhólf
 • Stúdentum er heimilt að sækja í lesrýmin
 • Á öllum stöðum verður að tryggja 1 metra fjarlægð á milli einstaklinga
 • Öllum ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að tryggja 1 metra fjarlægð
 • Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til og með 16. júní

Stúdentar

 • Stúdentar geta sótt í lesrými
 • Stúdentar geta bókað N-stofur á Sólborg ef þarf fyrir hópaverkefni, til þess þarf að hafa samband við Nemendaskrá
 • Í hverju hólfi mega allt að 150 stúdentar koma saman í 1 metra fjarlægð, sé ekki unnt að tryggja 1 metra fjarlægð skal nota andlitsgrímur
 • Fjöldi stúdenta sem má koma saman takmarkast við stærð hvers rýmis

Lesrými stúdenta eru eftirfarandi:

 • Sólborg 2. hæð (teppið)
 • Borgir: Anddyri
 • Leshólf á bókasafni
 • Athugið að takmarkaður fjöldi getur nýtt sér lesrýmin, stólar segja til um þann fjölda sem má vera í hverju rými og óheimilt er að færa til stóla

 

Starfsfólk

Ef starfsfólk hefur ferðast erlendis er þess óskað að viðkomandi snúi aftur til vinnu í samráði við sinn yfirmann. Starfsfólk skal kynna sér upplýsingar um ferðalög á upplýsingavef Covid-19 og gæta ætíð að ítrustu sóttvörnum.

Notkun kennslustofa:

 • Kennarar geta notað kennslustofur til upptöku en þurfa að bóka þær sérstaklega hjá Nemendaskrá eða sínum skrifstofustjóra
 • Að lokinni notkun kennslustofa ber að sótthreinsa snertifleti og allan þann búnað sem notaður var

Fundir:

Heimilt er að halda fundi á staðnum ef hægt er að tryggja 1 metra fjarlægð á milli fundaraðila. Sé ekki unnt að tryggja 1 metra fjarlægð, skal nota andlitsgrímur.

Matar- og kaffistofur:

 • Heildarfjöldi í matsal takmarkast við 150
 • Munum að 1 metra reglan gildir í öllum rýmum, þar með talið matar- og kaffirýmum

Hvað ef ég er veik/ur eða í sóttkví?

 • Starfsfólk er beðið um að tilkynna um sóttkví eða smit til næsta yfirmanns sem síðan upplýsir Neyðarstjórn með tölvupósti á netfangið covid@unak.is
 • Áríðandi er að starfsfólk sem finnur fyrir sjúkdómseinkennum eða hefur mögulega verið útsett fyrir smiti hringi í síma 1700 og fái leiðbeiningar
 • Starfsfólk með einkenni haldi sig heima og komi alls ekki veikt á vinnustaðinn
 • Ekki er farið fram á læknisvottorð ef starfsfólk hefur ástæðu til að vera fjarri vinnustað til dæmis vegna sóttkvíar
 • Hvetjum samstarfsfólk til að fara heim ef það virðist veikt, hugum vel hvert að öðru

Hvað ef ég er með staðfest smit?

 • Ef smit er staðfest byrjar smitrakning undir stjórn Smitrakningarteymis almannavarna
 • Smitrakningarteymið hefur samband við hinn smitaða og síðan við samstarfsfólk ef þess gerist þörf
 • Starfsfólk skal láta sinn yfirmann vita ef það fær staðfestingu á smiti

Yfirmenn sem fá tilkynningu um smit: 

 • Tilkynna smitið til Neyðarstjórnar í tölvupósti: covid@unak.is
 • Í samráði við Neyðarstjórn sendir yfirmaður tilkynningu á starfsfólk í því sóttvarnarhólfi sem hinn smitaði var staðsettur, ekki er greint frá nafni þessa smitað
 • Gerðar verða ráðstafanir til að sótthreinsa vinnusvæði hins smitaða og snertifleti á almennum svæðum

Hvað ef ég þarf að fara í sóttkví samkvæmt tilmælum smitrakningarteymisins?

 • Starfsfólk sem fer í sóttkví samkvæmt tilmælum smitrakningarteymisins skipuleggur vinnuframlag sitt í samráði við yfirmann - sjá nánar á vefsíðu BHM

Gestir og viðburðir

Gestakomum í háskólann skal halda í lágmarki. Þó er heimilt að halda viðburði sem ekki teljast til kennslu- og náms í Hátíðarsal og Miðborg.

 • Hægt er að halda viðburði með sitjandi gestum fyrir allt að 300 einstaklinga
 • Grímuskylda er á sitjandi viðburðum
 • Athugið að fjöldi einstaklinga á viðburðum innan háskólans takmarkast við stærð rýmis
 • Tilkynningar um slíka viðburði skulu berast Neyðarstjórn á netfangið covid@unak.is

Hvað get ég gert?

 • Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til þess að forðast smit
 • Nándarmörk eru 2 metrar utan háskólabygginga
 • Notum smitrakningarappið - slíkt auðveldar smitrakningarteyminu alla vinnu við að stöðva þau hópsmit sem upp koma
 • Mikilvægt er að einstaklingar haldi sig heima ef þeir finna fyrir einkennum
 • Förum öll í hvívetna eftir fyrirmælum almannavarna og landlæknis

Sóttvarnarhólf

 • Háskólinn er nú eitt sóttvarnarhólf
 • Bara skal andlitsgrímur þegar ekki er unnt að viðhalda 1 metra fjarlægð
 • Við höldum að minnsta kosti 1 metra á milli einstaklinga og sinnum handþvotti og sprittum reglulega til að lágmarka smithættu
 • Miðað er við að hámarki 150 einstaklingar geti verið saman í hólfi

Andlitsgrímur

Andlitsgrímur eru aðgengilegar við alla helstu innganga háskólans. Leiðbeiningar um rétta notkun á andlitsgrímum má finna hér

 • Skylda er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að virða 1 metra regluna
 • Í kennslu og verklegri þjálfun er skylda að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að virða 1 metra regluna

Hreinlæti og þrif

 • Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir alla til þess að forðast smit
 • Mikilvægt er að þvo sér vel og reglulega með vatni og sápu, að því loknu er gott að nota handspritt
 • Myndir með leiðbeiningum um handþvott hafa verið hengdar upp á öllum salernum, svo og á nokkrum öðrum áberandi stöðum
 • Þrif á húsnæði hafa verið færð upp á næsta stig þar sem meðal annars er byrjað að sótthreinsa snertifleti á almenningsstöðum

Einkenni / veikindi

 • Mikilvægt er að þeir sem finna fyrir sjúkdómseinkennum eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti, t.d. vegna ferðalaga, hringi í síma 1700 og fái leiðbeiningar
 • Þeir sem finna fyrir einkennum haldi sig heima og komi alls ekki veikir í háskólann. Þetta á einnig við um þá sem eru í einangrun eða sóttkví
 • Starfsfólk finnur nánari upplýsingar ofar á síðunni

Viðkvæmir hópar

 • Þeir einstaklingar sem tilheyra áhættuhópum ræða við sinn yfirmann um viðveru á vinnustað
 • Mikilvægt er að þeir einstaklingar sem teljast til viðkvæmra hópa samkvæmt Landlæknisembættinu, kynni sér vel leiðbeiningar embættisins

Þjónusta

Við hvetjum til að þjónusta sé sótt rafrænt:

Vegna ástandsins er gert ráð fyrir auknu álagi á allt starfsfólk háskólans og eru allir þeir aðilar sem þurfa að nýta sér þjónustu háskólans beðnir um að sýna því skilning.

Nánari upplýsingar

 • Allar ábendingar og fyrirspurnir skulu berast á covid@unak.is

Gagnlegar upplýsingar

Almennar leiðbeiningar
Upplýsingar fyrir stúdenta
Upplýsingar um Covid-19
Stöðuskýrsla Almannavarna
Landsáætlun vegna heimsfaraldra