Markmiðið deildarinnar er að mennta fagfólk á heilbrigðissviði til vísindarannsóknastarfa og nýsköpunar. Sérstaða og styrkur námsins felst meðal annars í þverfaglegum nemendahópi því hér kemur saman fagfólk úr hinum ýmsu fagstéttum heilbrigðiskerfisins til að taka sínar meistaragráður. Hér gefst fagfólki því mikilvægt tækifæri til að deila þekkingu sinni og gildum sinnar fagstéttar meðal samnema og vinna þverfaglega að verkefnum námsins. Ég býð ykkur velkomin í framhaldsnám við HA.
Framhaldsnámsdeild
Upplýsingar um deildina
Námsupplýsingar