Nám við iðjuþjálfunarfræðideild

Grunnnám

Reglur um námsframvindu (ný námskrá 2017)

  • Nemandi þarf að ljúka námskeiðum samkvæmt námskrá fyrsta árs, áður en hann hefur nám á öðru námsári. Það sama gildir um þriðja námsár.
  • Hámarkstími til að ljúka hverju ári eru tvö ár.
  • Hámarks tími sem nemandi hefur til að ljúka BS námi í iðjuþjálfunarfræði eru sex ár.

Reglur um námsframvindu (gömul námskrá, fyrir 2017)

  • Iðjuþjálfunarfræði er fjögurra ára nám. 
  • Til að komast yfir á annað misseri þarf að lágmarki einkunnina 5,0 úr öllum námskeiðum fyrsta misseris.
  • Nemandi þarf að ljúka fyrri hluta náms, það er námskeiðum fyrsta og annars árs samkvæmt námsskrá, áður en hann hefur nám á þriðja ári.
  • Hámarkstími til að ljúka fyrri hluta náms er þrjú ár og önnur þrjú ár til að ljúka seinni hluta náms eða samtals sex ár. Ef brýnar persónulegar ástæður hindra nemanda í að ljúka námi innan þessara tímamarka getur hann sótt um undanþágu til deildaráðs.

Framhaldsnám á meistarastigi

Diplómaprófið veitir starfsréttindi sem iðjuþjálfi sem veitt er af embætti landlæknis.

Skipulag námsins:

4. ár haust4. ár vor
Fagmennska og fagsjálf  6 ECTS Fagþróun  8 ECTS
Þjónusta iðjuþjálfa 1  12 ECTS Þjónusta iðjuþjálfa 3  17 ECTS
Þjónusta iðjuþjálfa 3  12 ECTS Val  5 ECTS