Stjórnsýsla

Starfað er eftir reglum um stjórnskipulag heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri nr. 812/2013.

Deildafundur (sviðsfundur)

Deildafundur er haldinn tvisvar á misseri og fer með æðsta vald í málefnum sviðsins. Á deildafundi eiga sæti allir fastráðnir starfsmenn deildarinnar, fulltrúar stundakennara og fulltrúar nemenda.

Deildaráð

Deildaráð kemur saman einu sinni í mánuði. Það fer meðal annars með æðsta vald sviðsins á milli deildafunda og málefni einstakra nemenda. Í deildaráði sitja forseti fræðasviðs, formenn deilda, fulltrúar kennara deilda og fulltrúi nemenda.

Deildarfundir

Deildarfundir eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði. Á þeim er fjallað um dagleg málefni viðkomandi deildar. Þar eiga sæti formenn og kennarar viðkomandi deildar.

Matsnefndir

Matsnefndir í grunnnámi eru, matsnefnd fyrir hjúkrunarfræði og matsnefnd fyrir iðjuþjálfunarfræði og matsnefnd fyrir framhaldsnám í heilbrigðisvísindum. Nefndirnar fjalla um beiðnir nemenda um mat á námi.

Erindi til stjórnsýslu heilbrigðisvísindasviðs

Erindi til stjórnsýslueininga sviðsins skulu berast viku fyrir fund á skrifstofu heilbrigðsvísindasviðs, dagsett og undirrituð.