Gunnnám við félagsvísinda- og lagadeild

Í félagsvísinda- og lagadeild er boðið upp á sex námsleiðir til BA gráðu; félagsvísindi, fjölmiðlafræði, lögfræði, lögreglufræði, nútímafræði og sálfræði. Að hluta er námið sameiginlegt í þessum greinum einkum á fyrsta ári, en þá er nemendum kynntur hinn sameiginlegi grunnur félagsvísinda auk aðferðafræði og vinnulags í háskóla.