Námsstyrkur vegna meistaraverkefna

Nemendur á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik-, grunn- eða framhaldsskólastigi, geta sótt um styrk samhliða vettvangsnámi/ æfingakennslu. Nemar fá styrkinn, hvort sem þeir taka launað eða ólaunað starfsnám.

Styrkurinn nemur 800.000 krónum og greiðist í tvennu lagi.

Skilyrði fyrir styrkveitingu

  • Sjóðurinn greiðir hverjum nema sem lýkur námi til kennsluréttinda, í leik-, grunn- eða framhaldsskóla, kr. 800.000. Námsstyrkurinn skiptist í tvo hluta, kr. 400.000. Nemendur í 60 ECTS viðbótarnámi til kennsluréttinda í framhaldsskóla geta fengið helming styrksins, 400.000 kr. 

  • Fyrri hlutinn, kr. 400.000, greiðist þegar nemi hefur lokið 90 einingum og seinni hlutinn, kr. 400.000, greiðist þegar nemi hefur lokið námi.

  • Þeir sem ljúka námi frá með vorönn 2021 í 60 ECTS viðbótarnámi til kennsluréttinda í framhaldsskóla geta fengið helming styrksins, 400.000 kr. sem greiðist út í einu lagi við námslok.
  • Réttur til að sækja um síðari hluta styrksins fellur niður brautskráist nemi ekki innan 12 mánaða frá móttöku fyrri hluta styrksins

Skattur og gjöld

  • Styrkurinn er talinn fram sem tekjur líkt og aðrir sambærilegir styrkir og af honum því greiddir skattar og önnur opinber gjöld. Nemendur geta hins vegar skráð kostnað á móti
  • Ríkisskattstjóri veitir nánari upplýsingar um endurgreiðsluhæfan kostnað

Umsóknareyðublað

Nemandi þarf að fylla út eftirfarandi rafræna umsókn til þess að fá námsstyrkinn greiddan.

Umsóknarfrestur umsókna er á 3ja mánaða fresti: 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert.

Nemandi þarf að fylla út eftirfarandi rafræna umsókn til þess að fá námsstyrkinn greiddan.

Sama umsóknareyðublað gildir fyrir bæði fyrri og seinni hluta styrksins. Nemandi þarf því að fylla út sama eyðublaðið tvisvar sinnum til að fá báða hluta námsstyrksins greidda.

Umsókn um styrk.