Stjórnsýsla

Fræðasviðsfundur

Fræðasviðsfundur er að jafnaði haldinn einu sinni á misseri og fer með æðsta vald í málefnum fræðasviðsins. Á fræðasviðsfundi eiga sæti allir fastráðnir starfsmenn fræðasviðsins, fulltrúi stundakennara og tveir fulltrúar nemenda.

Deildaráð

Deildaráð kemur að jafnaði saman einu sinni í mánuði. Það fer meðal annars með æðsta vald fræðasviðsins á milli fræðasviðsfunda og málefni einstakra nemenda. Í deildaráði sitja forseti fræðasviðsins, staðgengill forseta, formenn deilda, fulltrúi kennara frá hverri deild og fulltrúi nemenda.

Deildarfundir

Deildarfundir eru að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði. Á þeim er fjallað um dagleg málefni viðkomandi deildar. Á deildarfundum eiga sæti formenn deilda, fastir kennarar, fulltrúi stundakennara og fulltrúi nemenda.

Náms- og matsnefndir deilda

Náms- og matsnefndir deilda sjá um að undirbúa breytingar á námskipan deilda og fjalla um beiðnir nemenda um mat á námi, samanber reglur um náms- og matsnefnd á viðskipta- og raunvísindasviði.

Erindi til stjórnsýslu fræðasviðsins

Erindi til stjórnsýslueininga fræðasviðsins skulu berast að minnsta kosti viku fyrir fund til skrifstofu fræðasviðsins, dagsett og undirrituð.