Við flokkum

Í háskólanum eru nemendur, kennarar og starfsfólk til fyrirmyndar. Það flokka allir ruslið eftir sig og setja í sérmerktar ruslafötur.

Flokkarnir eru sex:

 1. Pappír og sléttur pappi
 2. Skilagjaldskyldar umbúðir
 3. Plast
 4. Fernur og pappamál
 5. Almennt heimilissorp
 6. Lífrænt heimilissorp

Engar ruslafötur eru í stofum og fundarherbergjum. Þú tekur þitt rusl bara með þér og hendir á næstu flokkunarstöð.

Ávinningur flokkunar - Grænfáninn

Háskólinn á Akureyri er fyrsti háskóli landsins til að hljóta Grænfánann. Fáninn er veittur fyrir góða umhverfisvitund. Hann var afhentur háskólanum við formlega athöfn 16. september 2013. Háskólinn fékk Grænfánann afhentan í annað sinn 2017

Markmið Grænfánaverkefnisins eru að:

 • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku
 • Efla samfélagskennd innan skólans
 • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan
 • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur
 • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál
 • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu
 • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning