Laust starf: Aðjúnkt í hjúkrunarfræði

 Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa stöðu aðjúnkts í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma

Laust er til umsóknar hálft starf (50%) aðjúnkts 1 í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Leitað er að hjúkrunarfræðingi með sérþekkingu á hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma, heilsufarsmati þeirra og eftirfylgd. Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir í hjúkrunarfræði sem og þátttaka í stjórnun. Næsti yfirmaður er formaður hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri. Staðan er veitt frá og með 13. ágúst 2018. Ráðning er ótímabundin.

Helstu verkefni

Hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma er stórt klínískt fræðasvið, sem tekur til margra þátta og æviskeiða. Leitað er að öflugum einstaklingi innan þessarar sérgreinar hjúkrunar til þróunar kennslu, sérlega í grunnnámi. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til fjölbreyttrar kennslu innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri tengt sínu sérsviði.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sérmenntun á sviði hjúkrunar einstaklinga með hjartasjúkdóma
 • Sérfræðileyfi á tengdu fræðasviði eða virk umsókn að sérfræðileyfi er kostur
 • Reynsla af birtingu í ritrýndu tímariti er kostur sem og skýr sýn á framtíðar rannsóknavirkni á fræðasviðinu
 • Góð reynsla af háskólakennslu, bæði fræðilegri og klínískri
 • Áhersla er lögð á reynslu af heilsufarsmati á klínískum vettvangi sem og reynslu af kennslu á heilsufarsmati á háskólastigi
 • Góð samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla eigin þekkingu
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg ferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018

Ekki eru notuð stöðluð umsóknaeyðublöð. Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors, Háskólanum á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 með síðari breytingum, og reglur fyrir Háskólann á Akureyri. nr. 387/2009. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar

 • Gísli Kristófersson, deildarformaður hjúkrunarfræðideildar, gislik@unak.is
 • Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs, eydis@unak.is

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.