Laust starf: Aðjúnkt í viðskiptadeild

Laust er til umsóknar tímabundið starf (100%) aðjúnkts í viðskiptafræði með áherslu á kennslu, einkanlega í aðferðafræði rannsókna. Leitað er að viðskiptafræðingi með góða þekkingu á því sviði. Staðan er veitt frá og með 1. ágúst 2022. Um ráðningu til eins árs er að ræða. Mögulegt er að framlengja ráðninguna um eitt ár.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru kennsla, rannsóknir og leiðsögn í meistara- og grunnnámi í viðskiptafræði. Næsti yfirmaður er forseti Viðskiptadeildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri.

Við Viðskiptadeild háskólans eru um 450 nemendur og fjórtán akademískir starfsmenn. Allt nám í Viðskiptadeild er kennt í sveigjanlegu námi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í viðskiptafræði
  • Góð reynsla af háskólakennslu
  • Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum ásamt góðri færni í að miðla þekkingu
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

Umsókn skal fylgja:

  • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil
  • Staðfest afrit af prófskírteinum á íslensku eða ensku
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  • Tilgreina skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Við ákvörðun um ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli vel að aðstæðum og þörfum Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2022

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Háskólinn á Akureyri hefur hlotið jafnlaunavottun.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynja og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf. 

Nánari upplýsingar veitir

Grétar Þór Eyþórsson - gretar@unak.is, deildarforseti Viðskiptadeildar – 4608627
Oddur Þór Vilhelmsson - oddurv@unak.is, sviðsforseti Viðskipta- og raunvísindasviðs – 4608514