Akademískar nafnbætur við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri auglýsir akademískar nafnbætur við Heilbrigðisvísindastofnun HA

Auglýst er eftir umsóknum um viðurkenningu á akademísku hæfi í samræmi við reglur nr. 287/2018 um viðurkenningu Háskólans á Akureyri á akademísku hæfi starfsmanna Sjúkrahússins á Akureyri og veitingu akademsískrar nafnbótar við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri (HHA)

Til Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans á Akureyri var stofnað með rammasamningi Háskólans á Akureyri (HA) og Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) um samstarf haustið 2002 og endurnýjað með nýjum samningi í maí 2017. HHA byggir á reglum nr. 202/2017. Stofnunin hefur það meginhlutverk að vera sameiginlegur vettvangur rannsókna í heilbrigðisvísindum fyrir starfsmenn sjúkrahússins og háskólans. Einnig hefur stofnunin það hlutverk að bæta umhverfi fyrir rannsóknanám við heilbrigðisvísindasvið HA.

Starfsmenn SAk með aðalstarf á sjúkrahúsinu og sinna kennslu og rannsóknum eiga rétt á að sækja um mat á hæfi til að hljóta akademíska nafnbót við HHA í samræmi við gildandi reglur HA. Viðurkenning á akademísku hæfi veitir viðkomandi starfsmanni heimild til að bera þá akademísku nafnbót sem hann er metinn hæfur til í stöðu klínísks lektors, dósents eða prófessors. Í því felst einnig að starfsmaðurinn birtir verk sín sameiginlega í nafni SAk og heilbrigðisvísindasviðs HA. Til þess að formfesta þetta hlutverk gera nafnbótarhafi og HHA formlegan samning sín á milli um þátttöku í starfi sviðsins og það akademíska starf (réttindi og skyldur) sem nafnbótin veitir. Rektor veitir nafnbætur að fengnu áliti dómnefndar, nafnbót er veitt til 5 ára en fellur niður leggi starfsmaður niður störf við SAk eða ef nafnbótarhafi tekur við akademísku starfi við HA.

Helstu verkefni eru kennsla á viðkomandi sérsviði ásamt þátttöku í rannsóknahópum á fræðasviðinu. Skylt er að skila árlegri skýrslu um rannsókna- og vísindastarf til stjórnsýslu rannsókna við HA. Akademískri nafnbót fylgir ekki réttur til að sækja um framlög úr vísindasjóðum HA sem aðalumsækjandi. Starfsstöð viðkomandi mun verða á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Umsækjandi skal hafa meistara- eða doktorspróf í heilbrigðisvísindagreinum
 • Umsækjandi hafi sýnt góðan árangur í kennslu og sé virkur í rannsóknum
 • Við mat á umsóknum er einnig tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir kennslu- og rannsóknaþarfir heilbrigðisvísindasviðs HA

Umsókn skal fylgja

 • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu
 • Greinargerð um fyrirhugaða þátttöku í rannsóknastarfi ef til ráðningar kæmi
 • Þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (allt að þremur ritum). Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins
 • Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum
 • Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á
 • Nöfn þriggja meðmælenda, æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til 1. júní 2018

Umsóknir og fylgigögn skal senda skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað.

Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008, reglna nr. 387/2009 um Háskólann á Akureyri, reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri og reglur nr. 287/2018 um viðurkenningu Háskólans á Akureyri á akademísku hæfi starfsmanna Sjúkrahússins á Akureyri og veitingu akademsískrar nafnbótar við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um veitingu akademískrar nafnbótar hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar

 • Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs HA, 460 8482, eydis@unak.is
 • Bjarni Smári Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, bjarnij@sak.is

 

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um laus störf