Laust starf: Forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar

Háskólinn á Akureyri (ljósmynd: Auðunn Níelsson)

Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA). Um er að ræða 100% starf. Gert er ráð fyrir því að stjórnunarhluti starfsins sé um 50% og verkefni á vettvangi skólastarfs 50%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar ber faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfsemi Miðstöðvar skólaþróunar og vinnur ásamt sérfræðingum að stefnumótun og áætlanagerð (starfsáætlun, fjárhagsáætlun, starfsþróunaráætlun o.fl.). Hann hefur ásamt þeim forgöngu um nýbreytni í starfi miðstöðvarinnar og þróun verkefna.

Miðstöð skólaþróunar starfar innan hug- og félagsvísindasviðs háskólans í nánu samstarfi við kennaradeild. Meginviðfangsefni hennar lúta að ráðgjöf og fræðslu til kennara og skólastjóra varðandi þróunar- og umbótastarf á vettvangi skóla. Miðstöðin stendur einnig fyrir fjölbreyttum ráðstefnum og fræðslufundum. Næsti yfirmaður er forseti hug- og félagsvísindasviðs. Vinnustaður er á Sólborg v/Norðurslóð, Akureyri. Sjá nánar á vefslóðinni msha.is

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf með sérþekkingu í menntunarfræði og að lágmarki lektorshæfi á sviði fræða sem tengjast starfsemi miðstöðvarinnar.
  • Leyfisbréf til kennsluréttinda og reynsla af kennslu í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri nauðsynleg.
  • Reynsla af kennsluráðgjöf og umsjón með þróunarstarfi í skólum er æskileg.
  • Frumkvæði og forystuhæfni.
  • Fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð og samstarfshæfni.
  • Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg.

Umsókn skal fylgja:

  • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, vísindastörf og stjórnunar- og kennslureynslu.
  • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
  • Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt til skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknaeyðublað.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um háskóla nr. 63/2006, laga um opinbera háskóla nr. 85/2008, reglur fyrir Háskólann á Akureyri nr. 387/2009 og reglur nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar

Laufey Petrea Magnúsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar, netfang: laufey@unak.is, sími: 460-8590
Anna Ólafsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs, netfang: anno@unak.is, sími: 460-8577.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla að sækja um laus störf.