Aðjúnkt í sjávarútvegsfræði

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf aðjúnkts í sjávarútvegsfræði við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.

Ráðið er í stöðuna sem fyrst

Helstu verkefni og ábyrgð

Leitað er að öflugum einstaklingi til að sinna kennslu í sjávarútvegi við Auðlindadeild og stunda rannsóknir á því sviði, auk þróunar náms á grunnstigi við deildina. Rannsóknaáherslur skulu vera á sviði sjávarútvegs. Gert er ráð fyrir að einstaklingurinn vinni að áframhaldandi uppbyggingu og eflingu tengslanets deildarinnar við atvinnulífið og taki þátt í þjónustu við sjávarútvegsskóla sameinuðu þjóðanna (GRÓ) og sjávarútvegsskóla unga fólksins. Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir á sviði veiðarfæra og stjórnunar fiskveiða, með áherslu á aukin verðmæti í sjávarútvegi.

Næsti yfirmaður er deildarforseti Auðlindadeildar. Starfsstöðin er á Akureyri.

Hæfniskröfur

 • Grunnmenntun (BSc) í sjávarútvegfræði
 • Meistarapróf (MSc) sem nýtist í starfi.
 • Fjölbreytt starfsreynsla í sjávarútvegi er nauðsynleg, til dæmis við fiskveiðar, fiskvinnslu eða markaðssetningu sjávarafurða.
 • Að geta skipulagt og annast öflugt kennslustarf í grunnnámi í sjávarútvegsfræðum.
 • Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum, góðri færni í að miðla þekkingu og skipulagshæfni.
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli.

Umsókn skal fylgja:

 • Greinargottyfirlit yfir náms- og starfsferil og kennslureynslu.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum, á íslensku eða ensku.
 • Tilnefna skal tvo meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi.
 • Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum Auðlindadeildar Háskólans á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 30.05.2023

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 með síðari breytingu, og reglur fyrir Háskólann á Akureyri. nr. 694/2022. Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir auðlindadeildar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Starfshlutfall er 100%

Nánari upplýsingar veitir

Hreiðar Þór Valtýsson, deildarforseti - hreidar@unak.is - 8624493
Brynjar Karlsson, sviðsforseti - brynjark@unak.is - 4608451

Smelltu hér til að sækja um starfið