Laust starf: Lektor í félagsvísindum

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri auglýsir tímabundna stöðu 65% lektors í félagsvísindum við félagsvísinda- og lagadeild, hug- og félagsvísindasviðs.

Vegna leyfa og skipulagsbreytinga er laust til umsóknar tímabundið starf lektors í félagsvísindum með áherslu á skipulag rannsókna. Um er að ræða 65% starf. Ráðið verður í starfið til tveggja ára frá 7. ágúst 2018.

Í félagsvísindum við HA er lögð áhersla á að skoða samspil einstaklings, samfélags og menningar á ýmsum sviðum. Leitast er við að veita svör við mikilvægum spurningum um framtíð íslensks samfélags. Háskólinn á Akureyri býður þriggja ára 180 ECTS nám til BA gráðu í félagsvísindum og tveggja ára 120 ECTS rannsóknartengt meistarnám sem lýkur með MA gráðu. Félagsvísindi eru hluti félagsvísinda- og lagadeildar skólans þar sem heildarfjöldi nemenda er um 650 og fjöldi akademískra starfsmanna 28.

Helstu verkefni eru rannsóknir og kennsla, bæði á grunnstigi og meistarastigi, stjórnsýslustörf, og þróun sveigjanlegs náms í féalgsvísindum við deildina. Næsti yfirmaður er deildarformaður félagsvísinda- og lagadeildar. Starfsstöð er á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Umsækjandi skal hafa þekkingu og reynslu í félagsvísindum í samræmi við alþjóðleg viðmið, staðfest með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla
 • Kennslu- og stjórnunarreynsla á háskólastigi er æskileg
 • Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni
 • Umsækjandi þarf að taka þátt í þróun og framkvæmd sveigjanlegs náms í félagsvísindum
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
 • Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir félagsvísinda við Háskólann á Akureyri

Umsókn skal fylgja

 • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu
 • Greinargerð um fyrirhugaðar rannsóknaráherslur
 • Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum
 • Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á
 • Tilnefna skal þrjá meðmælendur, æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi eða fyrra starfi umsækjanda
 • Þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (þrjú til fimm rit). Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins

Umsóknarfrestur er til 18. júní 2018

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu rektors á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki eru notuð stöðluð umsóknareyðublöð.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla, laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri og reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar

Edward Huijbens formaður félagsvísinda- og lagadeildar, 460 8619, edward@unak.is.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.