Laust starf: Lektor í lífeðlisfræði við heilbrigðisvísindasvið

Háskólinn á Akureyri (Mynd: Auðunn Níelsson)

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í lífeðlisfræði við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri.

Leitað er að öflugum einstaklingi innan þessarar sérgreinar til að leiða uppbyggingu fræðigreinarinnar við deildina, stunda rannsóknir innan hennar, auk þróunar kennslu í grunn- og framhaldsnámi. Helstu verkefni eru kennsla og rannsóknir í lífeðlisfræði og tengdum fögum sem og þátttaka í stjórnun.

Næsti yfirmaður er formaður hjúkrunarfræðideildar. Starfsvettvangur er Háskólinn á Akureyri.

Staðan er veitt frá og með 1. ágúst 2019. Ráðning er ótímabundin.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Umsækjandi skal hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu, staðfest með áliti dómnefndar, eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. Áherslusvið skal vera tengt lífeðlisfræði
 • Reynsla af kennslu og rannsóknum á háskólastigi er skilyrði
 • Krafist er góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfni
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

Umsókn skal fylgja

 • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, fræðistörf og kennslureynslu.
 • Greinargerð um fyrirhugaðar rannsóknaráherslur ef til ráðningar kemur.
 • Staðfest afrit af öllum viðeigandi prófskírteinum.
 • Umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf umsækjanda eftir því sem við á.
 • Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans og annar sé aðalleiðbeinandi hans við síðustu prófritgerð.
 • Þær fræðilegu ritsmíðar sem umsækjandi telur sín bestu verk (allt að þremur ritum). Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins.

Við mat á umsóknum er tekið mið af því hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir hjúkrunarfræðideildar.

Umsóknarfrestur um stöðuna er til 1. janúar 2019

Umsókn og fylgigögn skal senda skrifstofu rektors á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga nr. 63/2006 um háskóla, laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, reglna nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri og reglna nr. 258/2016 um störf dómnefndar og ráðningar akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar

 • Gísli Kort Kristófersson, deildarformaður hjúkrunarfræðideildar, gislik@unak.is
 • Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs, eydis@unak.is

 

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.