Laust starf: Sálfræðingur í sálfræðiþjónustu fyrir háskólastúdenta

Háskólinn á Akureyri leitar að sálfræðingi í 50% starf í sálfræðiþjónustu fyrir háskólastúdenta.

Sálfræðiþjónustan tilheyrir Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri (NSHA). Næsti yfirmaður er forstöðumaður Náms- og starfsráðgjafar. Í Háskólanum á Akureyri er allt nám í sveigjanlegu námsumhverfi og því er þjónustan miðuð að stúdentum óháð búsetu. Um spennandi framtíðarstarf er að ræða fyrir öflugan og áhugasaman sálfræðing í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Æskilegt er við að viðkomandi geti hafið störf í byrjun ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Einstaklings- og hópráðgjöf
 • Námskeiðshald, ráðgjöf og fræðsla
 • Þátttaka í teymisvinnu
 • Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu við NSHA
 • Samstarf við starfseiningar innan háskólans, aðrar menntastofnanir og fagaðila
 • Þátttaka í þróunarverkefnum jafnt innan háskólans sem utan

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sálfræðimenntun og starfsleyfi landlæknis til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi er skilyrði
 • Þekking og reynsla af hugrænni atferlismeðferð
 • Reynsla af notkun sálfræðilegra prófa og greiningartækja æskileg
 • Reynsla af sálfræðiráðgjöf í háskóla er kostur
 • Reynsla af rafrænni ráðgjöf, hópráðgjöf og upplýsingatækni er kostur
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsókn skal fylgja

 • Greinargóð ferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum og afrit af starfsleyfi sem sálfræðingur
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2021

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Árný Þóra Ármannsdóttir, forstöðumaður Náms- og starfsráðgjafar, arnythora@unak.is, sími 460 8038.

Smelltu hér til að sækja um starfið