Laust starf: Sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar

University of Akureyri

Laust er til umsóknar tímabundið starf sérfræðings við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA)

Um er að ræða 100% starf. Ráðið verður í starfið til eins árs frá 1. ágúst 2018.

Miðstöð skólaþróunar HA er þróunar- og rannsóknarstofnun á sviði menntunarfræði er starfar innan hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Meginviðfangsefni hennar lúta að ráðgjöf og fræðslu til starfandi kennara og skólastjóra við hvers kyns þróunar- og umbreytingastarf á sviði skóla- og kennslumála. Miðstöðin stendur einnig fyrir ráðstefnum og samræðusmiðjum. Vinnustaður er á Sólborg v/Norðurslóð, Akureyri. Sjá nánar á vefsíðu MSHA.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistarapróf í menntunar- og uppeldisfræðum
 • Kennsluréttindi á grunnskólastigi
 • Sérþekking á svið læsisfræða
 • Reynsla af notkun Byrjendalæsis í kennslu er kostur
 • Reynsla af kennsluráðgjöf og stjórnun þróunarstarfs í skólum
 • Frumkvæði og forystuhæfni
 • Fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð og samstarfshæfni
 • Góð samskiptahæfni og færni í framkomu og tjáningu í samskiptum við misstóra hópa
 • Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg

Umsókn skal fylgja

 • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, vísindastörf, stjórnunar-, ráðgjafar- og kennslureynslu
 • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal tvo meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2018

Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda rafrænt til skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki eru notuð stöðluð umsóknareyðublöð.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar

Laufey Petrea Magnúsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar, laufey@unak.is

 

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf