Laust starf: Sérfræðingur við rannsóknir

Auglýst er eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafastarfa.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér vinnu við gagnaöflun, tölfræði- og þemagreiningar, framsetningu gagna, skýrsluskrif og annað sem til fellur. Starfið er laust frá 1. ágúst 2021.

Hæfniskröfur

 • Meistaragráða í félagsvísindum eða skyldum greinum sem nýtist í starfi.
 • Góð þekking á aðferðafræði og reynsla af tölfræðigreiningum, framkvæmd kannana, viðtala og skýrsluskrifum.
 • Reynsla af þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum.
 • Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af notkun GoPro skjalavistunarkerfisins.
 • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
 • Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir RHA.

Umsókn skal fylgja

 • Greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil.
 • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2021

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. RHA áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Frekari upplýsingar um RHA

RHA er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri sem aflar sér einkum tekna með rannsóknaverkefnum og ráðgjöf fyrir ýmsa aðila innanlands sem utan. Hlutverk RHA er að efla rannsóknastarfsemi við Háskólann á Akureyri og styrkja tengsl hans við atvinnulífið. Einnig að vinna að þróun nýrra verkefna innan háskólans og koma þeim í réttan farveg. Starfsfólk RHA er níu talsins. Næsti yfirmaður er forstöðumaður RHA. Vinnustaður er á Borgum á háskólasvæðinu. Sjá nánar á vefslóð www.rha.is.

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir - gudrunth@unak.is - 460-8901.

Smelltu hér til að sækja um starfið