Laust starf: Sérfræðingur við Rannsóknamiðstöð ferðamála

Háskólinn á Akureyri

Rannsóknamiðstöð ferðamála auglýsir laust til umsóknar 100% starf sérfræðings.

Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands, og Háskólanum að Hólum. Auk háskólanna tilnefna Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa hvor sinn fulltrúa í stjórn RMF. Markmið RMF er að efla rannsóknir, samstarf og menntun í ferðamálafræði. Rannsóknamiðstöð ferðamála er starfrækt í Reykjavík og á Akureyri þar sem höfuðstöðvar miðstöðvarinnar eru.

Starfssvið

Starfssviðið er tvíþætt. Annars vegar snýst starfið um rannsóknir sem snúa fyrst og fremst að aukinni ferðamennsku á norðurslóðum. Ennfremur þátttöku í erlendum og innlendum rannsóknahópum sem og verkefnastjórn og styrkjaöflun. Hins vegar snýr hluti starfsins að umsjón með heimasíðu RMF, utanumhaldi gagna og skjalavistun.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en eigi síðar en 1. júlí. Starfsstöðin er á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • MA/MS próf í ferðamálafræði, eða skyldum greinum
 • Þekking og innsýn í málefni Norðurslóða
 • Góð þekking á aðferðafræðum rannsókna og helstu tölvuforritum
 • Reynsla af verkefnastjórnun og rannsóknastarfi
 • Mjög gott vald á íslensku, ensku og einu norðurlandamáli í ræðu og riti
 • Reynsla af framsetningu efnis á vefsíður er æskileg
 • Jákvætt viðmót og góð færni í mannlegum samskiptum
 • Við mat á umsóknum er tekið mið af því hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir RMF

Umsóknin skal innihalda

 • Umsókn til RMF (ein A4 síða)
 • Ítarleg náms- og ferilskrá (CV)
 • Staðfest afrit prófskírteina
 • Tilnefna skal þrjá meðmælendur. Æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður umsækjanda í núverandi eða fyrra starfi hans

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní næstkomandi

Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu sendar rafrænt til rmf@unak.is. Ekki eru notuð stöðluð umsóknareyðublöð.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála ræður í starfið og áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður RMF, 460-8930 og gudrunthora@unak.is.

RMF stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um laus störf.