Laust starf: Verkefnastjóri bókhalds og rannsóknarverkefna

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra bókhalds og rannsóknarverkefna við fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsvið. 

Laust er til umsóknar 100% starf verkefnastjóra bókhalds og rannsóknarverkefna við fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsvið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Verkefnastjóri bókhalds og rannsóknarverkefna ber ábyrgð á fjárhagslegri umsýslu rannsóknarverkefna og ferðareikninga í bókhaldi Háskólans á Akureyri. Verkefnastjórinn tekur virkan þátt í öðrum störfum á sviðinu, s.s. bókun, skönnun fylgiskjala, mótun verklagsreglna og innleiðingu nýrra kerfa. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Gerð er krafa um þekkingu og reynslu sem nýtist í starfi.
 • Menntunin viðurkenndur bókari eða sambærilegt er mikilvæg.
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli er mikilvægt.
 • Góð tölvukunnátta og talnagleggni er mikilvæg.
 • Gott vald á tölulegri úrvinnslu í Excel er mikilvæg.
 • Þekking á bókhaldskerfi ríkisins og starfsemi háskóla er kostur.
 • Gerð er krafa um skipulagshæfileika, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð, ríka þjónustulund, jákvæðni og ábyrgðarkennd. 

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg náms- og starfsferilskrá.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum sem við eiga frá námi og loknum námskeiðum.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda. 

Umsóknarfrestur er til 26. ágúst 2018

Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.  Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi SFR eða Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra, eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, staðgengill forstöðumanns fjármálasviðs Háskólans á Akureyri. Sími 460-8000, netfang sigrunloa@unak.is

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI STUÐLAR AÐ JAFNRÉTTI KYNJANNA OG HVETUR KONUR JAFNT SEM KARLA TIL AÐ SÆKJA UM LAUS STÖRF.