Háskólinn á Akureyri (HA) óskar eftir að ráða verkefnastjóra frumkvöðla og nýsköpunar í fullt starf til eins árs með möguleika á framlengingu um eitt ár. Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Starfið er fjölbreytt og verkefnin breytileg eftir tímabilum. Starfið felur í sér umsjón með tengslum skólans við atvinnulífið ásamt nýsköpunar- og sprotaumhverfi Háskólans. Starfshlutfall er 100%
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölþætt samskipti og samstarf við deildir og stúdenta sem tengjast nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfi skólans og samstarfsaðila
- Umsjón með nýsköpunarhröðlum við Háskólann á Akureyri
- Umsjón með og skipulag verkefna, funda og viðburða
Verkefnastjórinn mun taka þátt í að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfsstöðin er á Akureyri, við HA og að Strandgötu 1. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Starfið er veitt þann 1. janúar 2025.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf BA/BS eða sambærilegt sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur
- Mikið frumkvæði, frjó hugsun og sjálfstæði í stýringu verkefna
- Mjög góð þekking á íslensku atvinnulífi er æskileg og þekking og reynsla af nýsköpun á alþjóðlegum vettvangi er kostur
- Reynsla af skipulagi verkefna og verkefnastjórnun er skilyrði
- Reynsla af vistkerfi nýsköpunar er kostur
- Góð þekking á starfsemi háskóla er kostur
- Skipulögð og vönduð vinnubrögð
- Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni, rík þjónustulund, og góð hæfni til samstarfs
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
- Geta til að halda kynningar á ensku og íslensku um málefni tengd starfinu
- Góð almenn tölvu- og tækniþekking
Með öllum umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá. Einnig er valkvætt að láta fylgja með kynningarbréf þar sem umsækjandi getur rökstutt ástæður þess að vera rétta manneskjan í starfið. Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda. Staðfest afrit af prófskírteinum skal fylgja umsókninni.
Umsóknarfrestur er til og með 08.10.2024
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Við Háskólann á Akureyri starfar fjölbreyttur hópur fræðimanna og sérfræðinga, studdur af dugmiklu starfsfólki, til að tryggja heildstæða umgjörð sem styður við alla grunnþætti stofnunarinnar og hlúir að metnaðarfullu háskólasamfélagi. Háskólinn á Akureyri leggur áherslu á að starfsfólk og stúdentar stundi öflugt vísindastarf og vinni að nýsköpun í samstarfi við ólíka fræðimenn og stofnanir á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Akademískt frelsi er haft í heiðri og hvatt til þess að rannsóknir taki mið af þörfum og áskorunum samtímans. Rannsakendur innan Háskólans á Akureyri beita vísindalegum vinnubrögðum á viðfangsefni sín og fá stuðning til að miðla afurðum vísinda- og nýsköpunarverkefna svo þau megi leiða til aukinnar þekkingar og umbóta í samfélaginu. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.
Við ráðningu í störf við Háskólann á Akureyri er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans og tekið er tillit til þarfa einingarinnar við ráðningu. Háskólinn á Akureyri hvetur öll kyn til þess að sækja um.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Nánari upplýsingar veitir
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna, gudrunth@unak.is, 4608650.
Sækja um starf