Laust starf: Verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra gagnagreiningar og fjárhags við Fjármál og greiningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri gagnagreiningar og fjárhags ber ábyrgð á og sinnir greiningu gagna, úrvinnslu og framsetningu í tengslum við rekstur og fjármál. Verkefnastjórinn sinnir einnig áætlanagerð og uppgjörsmálum ásamt upplýsingagjöf og leiðbeiningum til stjórnenda. Verkefnastjóri tekur þátt í stefnumótun innan sviðsins, stýrir innleiðingu nýrra verkferla og kerfa ásamt því að veita stuðning og kennslu við innleiðingu. Verkefnastjórinn tekur þátt í vinnu við greiningu gagna sem tengjast lykiltölum um starfsemi háskólans og ber ábyrgð á skilum til opinberra aðila. Verkefnastjóri ber ábyrgð á greiðslum til stundakennara háskólans, aðstoðar við launakeyrslur og vinnur að úrlausn ýmissa launa- og kjaramála. Verkefnastjórinn hefur umsjón með jafnlaunakerfi skólans ásamt handbók um innra eftirlit. Verkefnastjórinn er staðgengill forstöðumanns Fjármála og greiningar sem er jafnframt næsti yfirmaður. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, háskólapróf á meistarastigi kostur (t.d. viðskiptafræði, opinber stjórnsýsla, aðferðafræði/tölfræði).
 • Góð þekking á reikningshaldi.
 • Reynsla af bókhalds- og launakerfi ríkisins eða sambærilegu kerfi er mjög mikilvæg.
 • Reynsla í greiningu gagna og fjármálalæsi nauðsynleg.
 • Mikil færni í Excel og góð almenn tölvukunnátta.
 • Gott vald á íslensku, reynsla af skýrsluskrifum og framsetningu gagna nauðsynleg.
 • Reynsla af viðskiptagreindartóli er kostur.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu nauðsynleg, þekking á lögum og reglum og umhverfi háskóla kostur.
 • Góð færni í ensku jafnt töluð sem rituð.
 • Frumkvæði, sveigjanleiki og áræðni.
 • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, ábyrgðarkennd ásamt þjónustulund.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg náms- og starfsferilskrá.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum sem við eiga frá námi og loknum námskeiðum.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2021

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina.

Nánari upplýsingar veitir

Harpa Halldórsdóttir, fjarmalastjori@unak.is, 460 8000.

Smelltu hér til að sækja um starfið