Laust starf: Verkefnastjóri launa- og kjaramála

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkefnastjóra launa- og kjaramála við fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsvið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september n.k.

Verkefnastjóri launa- og kjaramála ber ábyrgð á og sinnir allri almennri launavinnslu háskólans, ásamt því að vinna að úrlausn ýmissa mála er tengjast launa- og kjaramálum. Í því felst m.a. gerð ráðningarsamninga, stigamat starfa, utanumhald um kennslu- og rannsóknarskyldu kennara, yfirvinnu og orlof auk útreikninga á ýmsum aukagreiðslum. Verkefnastjóri sinnir einnig upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna og tölulegri úrvinnslu er tengist launa- og kjaramálum.

Verkefnastjóri tekur þátt í úrlausn álitamála og endurskoðun stofnanasamninga með þátttöku í samstarfsnefndum stéttarfélaga starfsmanna og HA. Verkefnastjóri aðstoðar auk þess við áætlanagerð og innra eftirlit á fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsviði.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður fjármálasviðs og starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Gerð er krafa um háskólamenntun og reynslu sem nýtist í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli er mikilvægt
 • Góð almenn tölvukunnátta og talnagleggni nauðsynleg
 • Mjög gott vald á tölulegri úrvinnslu í Excel nauðsynleg
 • Þekking á kjarasamningum og úrvinnslu þeirra nauðsynleg
 • Þekking og reynsla af launakerfi ríkisins Oracle mjög æskileg
 • Þekking á starfsemi háskóla mjög æskileg
 • Þekking á stjórnsýslulögum og lagaumhverfi háskóla er æskileg
 • Þekking á mannauðsmálum mikill kostur
 • Skipulögð, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum, ásamt ábyrgðarkennd

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg náms- og starfsferilskrá
 • Staðfest afrit af prófskírteinum sem við eiga frá námi og loknum námskeiðum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til 25. júní

Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar

Harpa Halldórsdóttir, forstöðumaður fjármálasviðs Háskólans á Akureyri, 460-8000 og fjarmalastjori@unak.is.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.