Laust starf: Verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði

Háskólinn á Akureyri

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði

Verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd á vettvangsnámi iðjuþjálfunarfræðinema. Hann fylgist með gæðum námsins og hefur forystu um úrbætur í samráði við formann iðjuþjálfunarfræðideildar og námsnefnd. Hann er tengiliður deildarinnar við stofnanir sem fá til sín iðjuþjálfunarfræðinemendur og við alla sem koma að vettvangsnámi innan og utan deildar.

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara og formann iðjuþjálfunarfræðideildar og vinnur með þeim að þróun vettvangsnáms. Hann hefur yfirumsjón með verklegri námsstofu og sinnir afmarkaðri kennslu við deildina.

Um er að ræða 50% starf frá 1. ágúst 2018. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Sólborg á Akureyri.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gerð er krafa um löggild próf í iðjuþjálfunarfræði
  • Gerð er krafa um víðtæka kennslureynslu í iðjuþjálfunarfræði
  • Gerð er krafa um verulega starfsreynslu á sviði endurhæfingar fólks með líkamlega heilsufarsvanda á taugasviði
  • Þarf að geta tileinkað sér rannsóknartengda vinnu
  • Góð þekking á starfsemi háskóla er nauðsynleg
  • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
  • Góð almenn tölvu- og tækniþekking

Umsókn skal fylgja

  • Ítarleg ferilskrá
  • Staðfest afrit af prófskírteinum
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
  • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda

Umsóknarfrestur er til 15. maí. 2018

Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar

Olga Ásrún Stefánsdóttir, formaður iðjuþjálfunarfræðideildar, 460-8453, olgastef@unak.is

 

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf