Laust starf: Verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði

Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 50% starf verkefnastjóra vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri vettvangsnáms í iðjuþjálfunarfræði BS hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd á vettvangsnámi iðjuþjálfunarfræðinema í BS námi. Hann fylgist með gæðum námsins og hefur forystu um úrbætur í samráði við formann iðjuþjálfunarfræðideildar, verkefnastjóra vettvangsnáms í iðjuþjálfun starfsréttindanámi á meistarastigi og námsnefnd. Hann er tengiliður deildarinnar við stofnanir sem fá til sín iðjuþjálfunarfræðinemendur og við alla sem koma að vettvangsnámi innan og utan deildar.

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við verkefnastjóra vettvangsnáms í iðjuþjálfun starfsréttindanámi á meistarastigi, umsjónarkennara og formann iðjuþjálfunarfræðideildar og vinnur með þeim að þróun vettvangsnáms. Hann hefur yfirumsjón með verklegri námsstofu, tekur þátt í þróun hermi- og færniseturs og sinnir afmarkaðri kennslu við deildina.

Um er að ræða 50% starf frá 1. desember 2021. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Sólborg á Akureyri. Ráðningartími er tímabundinn til tveggja ára.

Hæfniskröfur

 • Próf í iðjuþjálfunarfræði frá viðurkenndum háskóla er krafa.
 • Meistarapróf á sviði heilbrigðisvísinda er krafa.
 • Íslenskt starfsleyfi iðjuþjálfa er krafa.
 • Reynsla af leiðbeiningu nemenda í vettvangsnámi við iðjuþjálfunarfræðideild er krafa.
 • Þekking og reynsla af velferðartækni er krafa.
 • Reynsla af háskólakennslu er kostur.
 • Þarf að geta tileinkað sér rannsóknartengda vinnu.
 • Góð þekking á starfsemi háskóla er kostur.
 • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli.
 • Góð almenn tölvu- og tækniþekking.

Umsókn skal fylgja

 • Ítarleg ferilskrá.
 • Staðfest afrit af prófskírteinum.
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2021

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar veitir

Sonja Stelly Gústafsdóttir, sonjag@unak.is, 4608470

Smelltu hér til þess að sækja um starfið